Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
   sun 16. október 2022 20:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Úlfarsárdal
Hemmi léttur: Ég þarf að prófa að setja hann í senterinn
Hemmi fer ánægður á koddann.
Hemmi fer ánægður á koddann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er frábær. Við vorum komnir langleiðina en þetta var ekkert alveg öruggt. Það var sterkt að koma hérna með þennan kraft og þennan karakter," sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, eftir 1-3 sigur á Fram.

Hermann var hæstánægður með sigurinn og það að ÍBV tryggði áframhaldandi veru sína í Bestu deildinni á næstu leiktíð.

Lestu um leikinn: Fram 1 -  3 ÍBV

Það var rosalegur kraftur í Eyjamönnum í fyrri hálfleik. „Það var svakalegur kraftur. Það er vilji og trú, við ætluðum okkur sigur hérna og tryggja þetta. Það var ótrúlega gaman að horfa á leikinn, það var leikgleði og stemning. Það var rosalegur liðsandi, það hefur einkennt okkur."

Eyjamenn voru í fimm manna vörn og virkaði það mjög vel. Þetta var virkilega flottur sigur hjá ÍBV en það vakti athygli að miðvörðurinn Sigurður Arnar Magnússon lék á miðjunni og skoraði tvö mörk.

„Mér sýnist það," sagði Hemmi léttur þegar hann var spurður að því hvort hann væri búinn að finna nýja stöðu fyrir Sigurð Arnar. „Ég þarf að prófa að setja hann í senterinn og sjá hvað gerist þá. Hann var frábær og er góður leikmaður. Hann getur leyst þetta leikandi. Hann var frábær fyrir okkur, sem og allt liðið."

Fram var sterkari aðilinn í seinni hálfleiknum og tókst að minnka muninn. Var hann orðinn stressaður að þær gætu komið til baka?

„Svona. Þér líður aldrei vel þegar þú ert ekkert með boltann. Við fengum hálffæri einhver, en það var fulllítið. Ég hefði aðeins viljað vera meira með boltann. Við þurftum að landa þremur stigum og við vorum þéttir. Þetta var flottur varnarleikur í seinni hálfleiknum."

Eiður Aron Sigurbjörnsson, fyrirliði ÍBV, var frábær í leiknum en hann klikkaði á vítaspyrnu. Hann sagði frá því í Innkastinu á dögunum að hann væri orðinn vítaskytta númer eitt. Verður hann það áfram?

„Já, er það ekki? Við segjum það allavega," sagði Hemmi léttur en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner