Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 16. október 2022 22:08
Kári Snorrason
Óli Jó um nýja fyrirkomulagið á deildinni: Mér finnst það glatað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur fékk Stjörnuna í heimsókn fyrr í kvöld, leikar enduðu 3-0 fyrir heimamönnum en mörk Vals skoruðu þeir Aron Jóhannsson, Birkir Már Sævarsson og Sigurður Egill Lárusson. Þjálfari liðsins Ólafur Jóhannesson kom léttur í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  0 Stjarnan

„Þetta var fínn leikur af okkar hálfu, við erum búnir að spila ágætlega þessa þrjá leiki í úrslitarkeppninni en ekki unnið fyrstu tvo þrátt fyrir ágætisspilamennsku. Núna héldum við markinu hreinu og unnum sanngjarnan sigur."

Hvernig finnst þér nýja fyrirkomulagið á deildinni?

„Mér finnst það glatað. Ég er búinn að segja það áður en mér finnst það ekki nógu gott. Ég svosem nenni ekki að tala um hvað mér finnst að því, mér finnst margt að því og ég held að það komi vel í ljós núna hvað það eru margir gallar á því. Það eru fleiri gallar en plúsar."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner