Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
   sun 16. október 2022 19:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Úlfarsárdal
Sigurður Arnar í nýrri stöðu: Ekki gerst áður í efstu deild
Sigurður Arnar Magnússon.
Sigurður Arnar Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðvörðurinn Sigurður Arnar Magnússon lék nýja stöðu í dag þegar ÍBV vann 1-3 sigur gegn Fram í Bestu deildinni í dag.

Sigurður Arnar lék á miðsvæðinu og var stórkostlegur. Hann gerði tvö mörk fyrir Vestmannaeyinga er þeir gulltryggðu áframhaldandi veru sína í deild þeirra bestu.

Lestu um leikinn: Fram 1 -  3 ÍBV

„Það er ánægjulegt að vinna, og rosalega ánægjulegt að tryggja veru okkar í deildinni. Það er líka gaman að vera búnir að vinna alla þrjá leikina í þessari tvískiptingu," sagði Sigurður eftir leik.

Um nýja stöðu sagði hann: „Ég var aðeins óöruggur. Það er gott að hafa strákana til að bakka sig upp, að spjalla við mig á meðan leikurinn er í gangi. Mér finnst gaman að hlaupa, ég er með hlaupagetu í þetta. Það er gaman að fara ofar á völlinn en ég er svo sem sáttur á meðan ég er að spila, alveg sama hvar það er."

Hann skorar tvö mörk í dag, hefur það gerst áður?

„Ekki í efstu deild. Ég skoraði einu sinni þrennu í 4. deild með KFS. Ekki í alvöru leik fyrir ÍBV, það hefur ekki gerst. Það er alltaf mjög gaman að setja boltann í markið. Það er mjög gaman að skora en aðalatriðið er að vinna leikina. Það kom líka. Ég hef skorað tvö önnur mörk í sumar og þá fór maður svekktur af vellinum. Þá nær maður ekki að njóta þess eins," segir þessi öflugi leikmaður en viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner