Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
   lau 16. nóvember 2019 21:20
Brynjar Ingi Erluson
Arnar Viðars: Strákarnir voru frábærir
Arnar Þór Viðarsson
Arnar Þór Viðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U21 árs landsliðsins, ræddi við Fótbolta.net eftir 3-0 tapið gegn Ítalíu í kvöld en hann var ánægður með framlag liðsins.

Lestu um leikinn: Ítalía U21 3 -  0 Ísland U21

„Við höfum átt mikið meira skilið en við fengum út úr þessum leik," sagði Arnar Þór við Fótbolta.net í kvöld.

Riccardo Sottil gerði eina markið í fyrri hálfleik en íslenska liðið hefði hæglega getað skorað. Kolbeinn Birgir Finnsson skot í stöng og þá átti liðið þrjú önnur dauðafæri en markvörður Ítalíu sá við þeim.

„Fengum fjögur mjög góð færi og erum 1-0 undir í hálfleik en þegar við komum út í seinni hálfleik þá voru þeir aðeins sterkari fyrsta korterið en við náðum að jafna okkur og koma okkur aftur inn í leikinn og svo eru síðustu sjö mínútur hvort þetta fellur 1-1 eða 2-0 og þetta féll fyrir þá í dag og gríðarlega svekkjandi."

„Strákarnir voru frábærir og ég er ótrúlega stoltur af þeim. Kolbeinn fékk færi í stöng og Hörður fékk dauðafæri. Svo förum við aftur í gegn og Sveinn Aron komst einn í gegn þar sem markvörðurinn ver frábærlega. Við vorum frábærir í fyrri hálfleik gegn þessu ítalska liði."

„Þetta var ákveðin þreyta og þeir héldu boltanum aðeins betur. Þetta tók korter til tuttugu mínútur að komast aftur inn í leikinn og eftir það fannst mér við vera fínir og héldum boltanum fínt. Við náðum ekki að breika eins oft og í fyrri hálfleik en voru samt 2-3 móment þar sem við hefðum getað jafnað leikinn. Þetta var frábær fótboltaleikur og frábær reynsla."


Íslenska U21 árs landsliðið er nú komið í pásu fram í mars en þá mætir liðið Írum sem eru í efsta sæti riðilsins.

„Það er smá pása núna í undankeppninni. Næsti leikur í undankeppninni er í mars en auðvitað væri gaman að vinna Ítali heima næsta haust," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner