Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
banner
   lau 16. nóvember 2019 21:20
Brynjar Ingi Erluson
Arnar Viðars: Strákarnir voru frábærir
Arnar Þór Viðarsson
Arnar Þór Viðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U21 árs landsliðsins, ræddi við Fótbolta.net eftir 3-0 tapið gegn Ítalíu í kvöld en hann var ánægður með framlag liðsins.

Lestu um leikinn: Ítalía U21 3 -  0 Ísland U21

„Við höfum átt mikið meira skilið en við fengum út úr þessum leik," sagði Arnar Þór við Fótbolta.net í kvöld.

Riccardo Sottil gerði eina markið í fyrri hálfleik en íslenska liðið hefði hæglega getað skorað. Kolbeinn Birgir Finnsson skot í stöng og þá átti liðið þrjú önnur dauðafæri en markvörður Ítalíu sá við þeim.

„Fengum fjögur mjög góð færi og erum 1-0 undir í hálfleik en þegar við komum út í seinni hálfleik þá voru þeir aðeins sterkari fyrsta korterið en við náðum að jafna okkur og koma okkur aftur inn í leikinn og svo eru síðustu sjö mínútur hvort þetta fellur 1-1 eða 2-0 og þetta féll fyrir þá í dag og gríðarlega svekkjandi."

„Strákarnir voru frábærir og ég er ótrúlega stoltur af þeim. Kolbeinn fékk færi í stöng og Hörður fékk dauðafæri. Svo förum við aftur í gegn og Sveinn Aron komst einn í gegn þar sem markvörðurinn ver frábærlega. Við vorum frábærir í fyrri hálfleik gegn þessu ítalska liði."

„Þetta var ákveðin þreyta og þeir héldu boltanum aðeins betur. Þetta tók korter til tuttugu mínútur að komast aftur inn í leikinn og eftir það fannst mér við vera fínir og héldum boltanum fínt. Við náðum ekki að breika eins oft og í fyrri hálfleik en voru samt 2-3 móment þar sem við hefðum getað jafnað leikinn. Þetta var frábær fótboltaleikur og frábær reynsla."


Íslenska U21 árs landsliðið er nú komið í pásu fram í mars en þá mætir liðið Írum sem eru í efsta sæti riðilsins.

„Það er smá pása núna í undankeppninni. Næsti leikur í undankeppninni er í mars en auðvitað væri gaman að vinna Ítali heima næsta haust," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner