Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   lau 16. nóvember 2019 21:09
Brynjar Ingi Erluson
Sveinn Aron: Það var smá pirringur í okkur
Sveinn Aron Guðjohnsen í leik með U21 árs landsliðinu
Sveinn Aron Guðjohnsen í leik með U21 árs landsliðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveinn Aron Guðjohnsen, leikmaður U21 árs landsliðs Íslands, ræddi við Fótbolta.net eftir 3-0 tapið gegn Ítalíu í undankeppni EM í kvöld.

Lestu um leikinn: Ítalía U21 3 -  0 Ísland U21

Sveinn Aron var í byrjunarliðinu gegn Ítalíu en Riccardo Sottil gerði mark á 33. mínútu áður en Patrick Cutrone skoraði tvö undir lokin.

Íslenska liðið átti fínan leik og skapaði nokkur góð marktækifæri en boltinn vildi ekki inn.

„Við vorum svolítið óheppnir í fyrri hálfleik og náðum ekki að skora og hefðum við skorað í fyrri hálfleik þá hefði þetta farið öðruvísi," sagði Sveinn við Ívan Guðjón Baldursson á Fótbolta.net.

„Við náðum tveimur góðum í fyrri hálfleik og einni góðri í seinni en þeir náðu að loka aðeins betur á þetta í seinni hálfleik."

„Þetta var skemmtilegt þangað til við vorum 1-0 undir þá var þetta ekki jafn skemmtilegt."


Það sauð upp úr undir lok leiks er Jón Dagur Þorsteinsson þrumaði boltanum í leikmann ítalska liðsins og fékk Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari landsliðsins, rautt spjald en Sveinn segir að það hafi verið kominn smá pirringur í liðið.

„Það var smá pirringur í okkur. Ég veit ekki alveg hvað það var en það er eins og það er, smá pirringur," sagði hann í lokin.
Athugasemdir