Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   lau 16. nóvember 2019 21:09
Brynjar Ingi Erluson
Sveinn Aron: Það var smá pirringur í okkur
Sveinn Aron Guðjohnsen í leik með U21 árs landsliðinu
Sveinn Aron Guðjohnsen í leik með U21 árs landsliðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveinn Aron Guðjohnsen, leikmaður U21 árs landsliðs Íslands, ræddi við Fótbolta.net eftir 3-0 tapið gegn Ítalíu í undankeppni EM í kvöld.

Lestu um leikinn: Ítalía U21 3 -  0 Ísland U21

Sveinn Aron var í byrjunarliðinu gegn Ítalíu en Riccardo Sottil gerði mark á 33. mínútu áður en Patrick Cutrone skoraði tvö undir lokin.

Íslenska liðið átti fínan leik og skapaði nokkur góð marktækifæri en boltinn vildi ekki inn.

„Við vorum svolítið óheppnir í fyrri hálfleik og náðum ekki að skora og hefðum við skorað í fyrri hálfleik þá hefði þetta farið öðruvísi," sagði Sveinn við Ívan Guðjón Baldursson á Fótbolta.net.

„Við náðum tveimur góðum í fyrri hálfleik og einni góðri í seinni en þeir náðu að loka aðeins betur á þetta í seinni hálfleik."

„Þetta var skemmtilegt þangað til við vorum 1-0 undir þá var þetta ekki jafn skemmtilegt."


Það sauð upp úr undir lok leiks er Jón Dagur Þorsteinsson þrumaði boltanum í leikmann ítalska liðsins og fékk Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari landsliðsins, rautt spjald en Sveinn segir að það hafi verið kominn smá pirringur í liðið.

„Það var smá pirringur í okkur. Ég veit ekki alveg hvað það var en það er eins og það er, smá pirringur," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner