Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   fös 17. janúar 2020 09:55
Magnús Már Einarsson
Harry Maguire nýr fyrirliði Manchester United (Staðfest)
Harry Maguire, varnarmaður Manchester United, er nýr fyrirliði hjá félaginu. Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, staðfesti þetta á fréttamannafundi í dag.

„Allt tengt honum segir mér að hann sé leiðtogi. Harry heldur áfram með fyrirliðabandið," sagði Solskjær.

Maguire tekur við fyrirliðabandinu af Ashley Young sem er á leið til Inter á Ítalíu.

Young tók við sem fyrirliði United af Antonio Valencia síðastliðið sumar.

Maguire kom til Manchester United frá Leicester á 80 milljónir punda í sumar.
Athugasemdir
banner