Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 17. apríl 2021 20:44
Victor Pálsson
Ítalía: Ótrúleg endurkoma Cagliari gegn Parma
Mynd: Getty Images
Cagliari 4 - 3 Parma
0-1 Giuseppe Pezzella ('5 )
0-2 Juraj Kucka ('31 )
1-2 Leonardo Pavoletti ('39 )
1-3 Dennis Man ('59 )
2-3 Razvan Marin ('66 )
3-3 Alberto Cerri ('90 )
4-3 Gaston Pereiro ('90 )

Það vantaði ekki upp á mörkin í lokaleik dagsins á Ítalíu er Cagliari fékk Parma í heimsókn fyrir luktum dyrum.

Parma byrjaði leikinn af krafti og var staðan orðin 2-0 eftir 31 mínútu. Cagliari tókst þó að svara með marki áður en fyrri hálfleikur var flautaður af.

Dennis Man kom Parma svo í 3-1 á 60. mínútu áður en Razvan Marin minnkaði aftur muninn fyrir heimaliðið.

Það leit lengi út fyrir að Parma myndi vinna mikilvægan sigur í fallbaráttunni en annað kom á daginn í uppbótartíma.

Gaston Pereiro og Alberto Cerri skoruðu þá tvö mörk fyrir Cagliari sem tókst á ótrúlegan hátt að vinna 4-3 sigur.

Sigurinn gerir mikið fyrir Cagliari sem er nú tveimur stigum frá öruggu sæti. Parma er hins vegar sjö stigum frá Torino sem er í 17. sætinu.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 29 24 4 1 71 14 +57 76
2 Milan 29 19 5 5 55 33 +22 62
3 Juventus 29 17 8 4 44 23 +21 59
4 Bologna 29 15 9 5 42 25 +17 54
5 Roma 29 15 6 8 55 35 +20 51
6 Atalanta 28 14 5 9 51 32 +19 47
7 Napoli 29 12 9 8 44 33 +11 45
8 Fiorentina 28 12 7 9 41 32 +9 43
9 Lazio 29 13 4 12 36 33 +3 43
10 Monza 29 11 9 9 32 36 -4 42
11 Torino 29 10 11 8 28 26 +2 41
12 Genoa 29 8 10 11 31 36 -5 34
13 Lecce 29 6 10 13 26 45 -19 28
14 Udinese 29 4 15 10 28 44 -16 27
15 Verona 29 6 8 15 26 39 -13 26
16 Cagliari 29 6 8 15 29 50 -21 26
17 Empoli 29 6 7 16 22 43 -21 25
18 Frosinone 29 6 6 17 37 60 -23 24
19 Sassuolo 29 6 5 18 33 56 -23 23
20 Salernitana 29 2 8 19 23 59 -36 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner