Liverpool og Man Utd á eftir ungum framherja - Rodrygo vill fara frá Real Madrid - Rogers orðaður við Chelsea
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
banner
   fim 17. apríl 2025 18:15
Elvar Geir Magnússon
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Magnús Már Einarsson.
Magnús Már Einarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög sáttur. Frábær liðsheild í dag og mikil samheldni í þessu hjá okkur. Það var kveikt á okkur frá byrjun og ég er ánægður með hvernig við náðum að halda boltanum," segir Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir sannfærandi bikarsigur í dag.

Lestu um leikinn: Afturelding 5 -  0 Höttur/Huginn

Elmar Kári Enesson Cogic skoraði fyrsta mark leiksins en hann er að komast í betri gír eftir að hafa verið meiddur.

„Hann er að koma vaxandi inn í þetta, hefur verið talsvert meiddur í vetur en komið inná í leikjunum tveimur í Bestu deildinni. Á góða frammistöðu í dag og er að komast í betra form. Eðlilega var hann aðeins eftirá en er vaxandi," segir Magnús.

Bróðir Elmars, Enes Þór Enesson Cogic, skoraði seinna markið og það var Elmar sem átti stoðsendinguna.

„Það var gaman að sjá Elmar leggja upp á yngri bróður sinn í öðru markinu. Enes átti frábæra frammistöðu á miðjunni í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í alvöru mótsleik."

Magnús segist brattur fyrir framhaldinu og að liðið þurfi að læra hratt nú þegar það er komið í Bestu deildina. Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner