Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   fim 17. apríl 2025 18:13
Anton Freyr Jónsson
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er bara geðveikt. við þurftum að mæta og sýna hvað við getum. Við erum búnir að vera slappir í því að skapa okkur eitthvað almennilega í síðustu leikjum þannig flott að ná 5-0 sigri og komast á sigurbraut." sagði Elmar Kári Cogic leikmaður Aftureldingar eftir 5-0 sigur á Hött/Huginn á Malbikstöðinni að Varmá og er Afturelding komið áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikar karla.


Lestu um leikinn: Afturelding 5 -  0 Höttur/Huginn

Bræðurnir Elmar Kári Enesson Cogic og Enes Þór Enesson Cogic byrjuðu saman inn á í liði Aftureldningar og skoruðu þeir báðir mark í leiknum í dag.

„Já heldur betur. Lagði upp eitt í dag á hann og ég sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora og það rættist úr því."

„Ég held að þetta sé fyrsti mótsleikurinn hjá okkur saman þar sem við byrjum báðir inn á þannig bara geðveikt að geta gert þetta, draumur!"

Afturelding er búið að spila tvo leiki í Bestu deildinni og einn leik núna í Mjólkurbikarnum. Hvernig finnst þér þetta hafa farið á stað persónulega hjá þér og liðinu?

„Ég hugsa ekkert um mig, þetta snýst um liðið og hvernig okkur gengur. Mér finnst þetta búið að vera allt í lagi, við getum verið aðeins meira skapandi fram á við en það kemur bara með leikjunum og ég hef bara fulla trú á þessu. Við erum búnir að flotta menn inn sem passa þvílíkt vel inn í liðið og geta spilað fótbolta."

Nánar var rætt við Elmar Kára í viðtalinu hér að ofan.



Athugasemdir
banner
banner