Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
banner
   fim 17. apríl 2025 18:13
Anton Freyr Jónsson
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er bara geðveikt. við þurftum að mæta og sýna hvað við getum. Við erum búnir að vera slappir í því að skapa okkur eitthvað almennilega í síðustu leikjum þannig flott að ná 5-0 sigri og komast á sigurbraut." sagði Elmar Kári Cogic leikmaður Aftureldingar eftir 5-0 sigur á Hött/Huginn á Malbikstöðinni að Varmá og er Afturelding komið áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikar karla.


Lestu um leikinn: Afturelding 5 -  0 Höttur/Huginn

Bræðurnir Elmar Kári Enesson Cogic og Enes Þór Enesson Cogic byrjuðu saman inn á í liði Aftureldningar og skoruðu þeir báðir mark í leiknum í dag.

„Já heldur betur. Lagði upp eitt í dag á hann og ég sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora og það rættist úr því."

„Ég held að þetta sé fyrsti mótsleikurinn hjá okkur saman þar sem við byrjum báðir inn á þannig bara geðveikt að geta gert þetta, draumur!"

Afturelding er búið að spila tvo leiki í Bestu deildinni og einn leik núna í Mjólkurbikarnum. Hvernig finnst þér þetta hafa farið á stað persónulega hjá þér og liðinu?

„Ég hugsa ekkert um mig, þetta snýst um liðið og hvernig okkur gengur. Mér finnst þetta búið að vera allt í lagi, við getum verið aðeins meira skapandi fram á við en það kemur bara með leikjunum og ég hef bara fulla trú á þessu. Við erum búnir að flotta menn inn sem passa þvílíkt vel inn í liðið og geta spilað fótbolta."

Nánar var rætt við Elmar Kára í viðtalinu hér að ofan.



Athugasemdir
banner