þri 17. maí 2022 12:33
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Dómarastjóri KSÍ: Mistök sem við hörmum
Magnús Már Jónsson.
Magnús Már Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við höfðum ekki hugmynd um að hann væri tengdur Skallagrími á þennan hátt," segir Magnús Már Jónsson, dómarastjóri KSÍ, í viðtali við Vísi en dómarinn sem dæmdi leik Skallagríms og Árbæjar í 4. deildinni í gær er skráður í Skallagrím og spilaði með liðinu í fyrra.

„Í þessu tilviki eru þetta mistök sem við hörmum að sjálfsögðu. Við hefðum í þessu tilviki getað mannað leikinn með öðrum dómara," segir Magnús Már.

Skallagrímur vann leikinn 4-2 og voru Árbæingar ekki sáttir við dómgæsluna í leiknum.

Sjá einnig:
Alvöru fíaskó í Borgarnesi

Magnús segir að því miður geti það gerst að „heimamenn“ dæmi leiki í neðri deildum á Íslandi, hvort sem það sé sem aðstoðar- eða aðaldómarar. Það gerist helst í dreifðari byggðum landsins þar sem skortur sé á dómurum. En í þessu tilfelli hafi verið um mistök að ræða.

Sjá einnig:
Yfirlýsing frá Skallagrími
Athugasemdir
banner
banner
banner