Marc Cucurella skoraði sigurmark Chelsea gegn Manchester United. Markið var skallamark eftir fyrirgjöf frá Reece James.
Bruno Fernandes og Harry Maguire voru mjög ósáttir við markið og eftir það beindu þeir reiði sinni að Alejandro Garnacho með bendingum.
Garnacho sinnti sinni varnarvinnu mjög illa og lét Reece James ekki hafa lítið fyrir því að koma með fyrirgjöf inn á teiginn úr mjög hættulegri stöðu. Enski bakvörðurinn tók einn snúning og skildi Ganacho eftir í rykinu. Þetta voru samherjar Garnacho allt annað en sáttir með. Annar lágpunktur á erfiðu tímabili hjá argentínska kantmanninum sem var nýkominn inn á sem varamaður.
Bruno Fernandes og Harry Maguire voru mjög ósáttir við markið og eftir það beindu þeir reiði sinni að Alejandro Garnacho með bendingum.
Garnacho sinnti sinni varnarvinnu mjög illa og lét Reece James ekki hafa lítið fyrir því að koma með fyrirgjöf inn á teiginn úr mjög hættulegri stöðu. Enski bakvörðurinn tók einn snúning og skildi Ganacho eftir í rykinu. Þetta voru samherjar Garnacho allt annað en sáttir með. Annar lágpunktur á erfiðu tímabili hjá argentínska kantmanninum sem var nýkominn inn á sem varamaður.
Garnacho hefur ekki verið með fast sæti í sterkasta liði Ruben Amorim. Leikurinn í gær var annar úrvalsdeildarleikurinn í röð þar sem hann kemur inn af bekknum og talið er ólíklegt að hann byrji gegn Tottenham í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.
„Garnacho er óþroskaður. Hjá stórum félögum viltu leikmenn sem mæta í alla leiki og sýna sitt besta, og hann gerir það ekki. Hann er með smá hæfileika. Hann tekur góð hlaup og ógnar aftur fyrir. Á góðum degi, þá hugsaru að þú sért hrifinn af því sem þú sérð. En hann á of marga slæma daga," sagði Roy Keane, fyrrum fyrirliði United, á Sky Sports í gær. Atvikið má sjá eftir tæpar tvær mínútur af myndbandinu hér að neðan.
Fernandes moaning at Garnacho after Cucurella's goal. Maguire also having a pop at him. #mufc
— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) May 16, 2025
Athugasemdir