Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe - Newcastle vill Gittens
   fös 16. maí 2025 21:17
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Cucurella hetja Chelsea gegn Man Utd
Marc Cucurella
Marc Cucurella
Mynd: EPA
Chelsea 1 - 0 Manchester Utd
1-0 Marc Cucurella ('71 )

Það var fjör á Stamford Bridge þegar Chelsea fékk Man Utd í heimsókn þótt mörkin hefðu látið á sér standa í fyrri hálfleiknum. Harry Maguire kom boltanum í netið eftir stundafjórðung en markið var dæmt af þar sem hann var rangstæður.

United byrjaði leikinn vel en Reece James átti síðan skot í stöng sem vakti heimamenn. Cole Palmer átti góða tilraun en Andre Onana sá við honum.

Chelsea fékk dæmda vítaspyrnu þegar klukkutími var liðinn af leiknum þegar Chris Kavanagh taldi að Onana hafi brotið á Tyrique George. Onana náði hins vegar boltanum og snertingin var lítil sem engin og eftir skoðun í VAR tók Kavanagh ákvörðun sína til baka.

Stuttu síðar féll Amad Diallo í teignum en hann fékk gult spjald að launum fyrir dýfu. Andartaki síðar náði Chelsea forystunni. James átti fyrirgjöf sem Marc Cucurella stangaði í netið og það reyndist sigurmarkið.

Chelsea fer upp fyrir Aston Villa í 4. sætið en Man Utd er í 16. sæti deildarinnar.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Chelsea 37 19 9 9 63 43 +20 66
5 Aston Villa 37 19 9 9 58 49 +9 66
6 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 37 10 9 18 42 54 -12 39
17 Tottenham 37 11 5 21 63 61 +2 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner