Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe - Newcastle vill Gittens
   fös 16. maí 2025 18:19
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Chelsea og Man Utd: Amorim stillir upp sterku liði
Mynd: EPA
Byrjunarliðin í leik Chelsea og Man Utd eru komin inn. Lærisveinar Enzo Maresca eru í baráttu um Meistaradeildarsæti en Man Utd undirbýr sig fyrir úrslitaleik Evrópudeildarinnar á miðvikudaginn.

Hinn 19 ára gamli Tyrique George byrjar sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni. Hann kemur inn fyrir NIcolas Jackson sem tekur út leikbann.

Reece James kemur inn í hægri bakvörðinn. Romeo Lavia sest á bekkinn og Moises Caicedo færir sig á miðjuna við hlið Enzo Fernandez.

Rúben Amorim stilliir upp sterku liði, fimm breytingar eru á liðinu sem tapaði gegn West Ham um síðustu helgi. Andre Onana snýr aftur í markið, Harry Maguire og Victor Lindelöf koma inn í vörnina ásamt Patrick Dorgu. Casemiro er við hlið Bruno Fernandes á miðjunni.

Chelsea: Sanchez; James, Tosin, Colwill, Cucurella; Caicedo, Fernandez; Neto, Palmer, Madueke; George.
Varamenn: Jorgensen, Bettinelli, Badiashile, Chalobah, Acheampong, Anselmino, Gusto, Lavio, Dewsbury-Hall.

Man Utd: Onana, Mazraoui, Lindelof, Maguire, Dorgu, Casemiro, Fernandes, Shaw, Amad, Mount, Hojlund.
Varamenn: Bayindir, Amass, Fredricson, Heaven, Collyer, Eriksen, Mainoo, Ugarte, Garnacho.
Athugasemdir
banner
banner