Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe - Newcastle vill Gittens
   fös 16. maí 2025 16:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Slot: Verður örugglega það sem fjölmiðlar munu skrifa um
Mynd: EPA
Arne Slot, stjóri Liverpool, gaf sínum mönnum frí eftir 2-2 jafnteflið gegn Arsenal um síðustu helgi. Liverpool varð meistari helgina áður og síðustu leikir tímabilsins eru því ekki eins mikilvægir og ef liðið væri að vinna í því að tryggja sér titilinn.

Hann var spurður út í þá ákvörðun að hvíla leikmennina sína á fréttamannafundi í dag, en framundan er leikur gegn Brighton á mánudagskvöldið í næstíðustu umferð deildarinnar.

„Ef við náum ekki í úrslit þá mun það ekki hafa neitt með það að gera að leikmennirnir fengu að njóta þess að vera í fríi í nokkra daga, en það verður örugglega það sem fjölmiðlar munu fjalla um."

„Okkur fannst gott að hafa þrjár æfingar fyrir leikinn á mánudag. Leikmennirnir áttu skilið að fá frí eftir mjög langt tímabil,"
sagði hollenski stjórinn.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Aston Villa 37 18 10 9 56 49 +7 64
6 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Tottenham 37 11 6 20 63 59 +4 39
17 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner