Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe - Newcastle vill Gittens
   fös 16. maí 2025 20:24
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeildin: Fjölnismenn settu boltann í bæði mörkin
Lengjudeildin
Árni Steinn Sigursteinsson
Árni Steinn Sigursteinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir 1 - 1 Fylkir
1-0 Árni Steinn Sigursteinsson ('15 )
2-0 Brynjar Gauti Guðjónsson ('80 , sjálfsmark)
Lestu um leikinn

Fjölnir fékk Fylki í heimsókn í fyrsta leik 3. umferðar Lengjudeildarinnar í kvöld.

Fylkismenn vildu fá vítaspyrnu strax í upphafi leiks þegar Theodór Ingi Óskarsson féll í teignum eftir viðskipti við Brynjar Gauta Guðjónsson en ekkert dæmt. Fjölnismenn vildu víti stuttu síðar en aftur sá Sveinn Arnarsson dómari ekkert athugavert.

Fjölnismenn komust yfir eftir stundafjórðung þegar Árni Steinn Sigursteinsson komst einn í gegn og skoraði af öryggi.

Þegar tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma jöfnuðu Fylkismenn. Pablo Aguilera Simon tók hornspyrnu og boltinn fór af Brynjari Gauta og í netið.

Fylkir setti pressu á Fjölni undir lokin en mörkin urðu ekki fleiri og jafntefli því niðrustaðan.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Njarðvík 3 1 2 0 7 - 3 +4 5
2.    HK 3 1 2 0 3 - 2 +1 5
3.    ÍR 3 1 2 0 3 - 2 +1 5
4.    Þór 2 1 1 0 5 - 2 +3 4
5.    Fylkir 2 1 1 0 3 - 1 +2 4
6.    Þróttur R. 2 1 1 0 2 - 1 +1 4
7.    Keflavík 2 1 0 1 3 - 2 +1 3
8.    Selfoss 2 1 0 1 2 - 3 -1 3
9.    Grindavík 2 0 1 1 4 - 5 -1 1
10.    Fjölnir 2 0 1 1 4 - 6 -2 1
11.    Leiknir R. 3 0 1 2 2 - 6 -4 1
12.    Völsungur 2 0 0 2 1 - 6 -5 0
Athugasemdir
banner
banner