Hansi Flick stýrði Barcelona til sigurs í spænsku deildinni í kvöld þegar liðið lagði Espanyol. Þetta var 28. deildartitill félagsins.
Liðið vann deildina, bikarinn og spænska ofurbikarinn en tapaði gegn Inter í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.
„Maður verður að vinna titla með Barcelona og þrír er frábært. Ég var mjög sár eftir undanúrslitin í Mílanó en að vinna þrjá titla er eitthvað til að gleðjast yfir. Við getum gert betur," sagði Flick.
Lamine Yamal skoraði stórbrotið mark til að koma Barcelona í forystu í kvöld.
„Lamine hefur þegar skorað svonoa mörk. Hann æfir þetta á hverjum degi, þetta var fullkomið mark," sagði Flick.
Athugasemdir