Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe - Newcastle vill Gittens
   fös 16. maí 2025 21:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeildin: Varði víti á síðustu stundu - HK vann í Breiðholti
Lengjudeildin
Vilhelm Þráinn
Vilhelm Þráinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: HK
Njarðvík fékk ÍR í heimsókn í Lenjudeildinni í kvöld en liðin voru eitt af fimm liðum sem voru á toppnum með fjögur stig fyrir þriðju umferðina.

Dominik Radic kom boltanum í netið fyrir Njarðvíkinga strax í upphafi leiks en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Valdimar Jóhannsson átti síðan hörku skalla að marki en Vilhelm Þráinn varði frábærlega frá honum. Renato Punyed var nálægt því að koma ÍR yfir en skot hans úr aukaspyrnu fór í slá.

Gestirnir brutu ísinn undir lok leiksins þegar Marc MVcAusland skoraði. Aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Svavar Örn Þórðarson skoraði af harðfylgi.

Njarðvíkingar fengu vítaspyrnu undir lokin en Vilhelm varði spyrnuna frá Oumar Diouck og þar við sat.

Það var hörku leikur þegar Leiknir fékk HK í heimsókn. Leiknir var aðeins með eitt stig og HK tvö fyrir leikinn. Bæði lið fengu tækifæri til að skora í fyrri hálfleik en staðan markalaus.

Leiknismenn hefðu átt að komast yfir eftir samskiptaleysi hjá HK. Róbert Quental var í dauðafæri en HK náði að bjarga á línu.

Stuttu síðar náði HK forystunni þegar Dagur Ingi Axelsson kom boltanum í netið eftir góðan undirbúning hjá Tuma Þorvarssyni og það reyndist sigurmarkið.

Njarðvík 1 - 1 ÍR
0-1 Marc Mcausland ('82 )
1-1 Svavar Örn Þórðarson ('84 )
1-1 Oumar Diouck ('90 , misnotað víti)
Lestu um leikinn

Leiknir R. 0 - 1 HK
0-1 Dagur Ingi Axelsson ('85 )
Lestu um leikinn
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Njarðvík 3 1 2 0 7 - 3 +4 5
2.    HK 3 1 2 0 3 - 2 +1 5
3.    ÍR 3 1 2 0 3 - 2 +1 5
4.    Þór 2 1 1 0 5 - 2 +3 4
5.    Fylkir 2 1 1 0 3 - 1 +2 4
6.    Þróttur R. 2 1 1 0 2 - 1 +1 4
7.    Keflavík 2 1 0 1 3 - 2 +1 3
8.    Selfoss 2 1 0 1 2 - 3 -1 3
9.    Grindavík 2 0 1 1 4 - 5 -1 1
10.    Fjölnir 2 0 1 1 4 - 6 -2 1
11.    Leiknir R. 3 0 1 2 2 - 6 -4 1
12.    Völsungur 2 0 0 2 1 - 6 -5 0
Athugasemdir
banner