Real Madrid vill Konate - Arsenal ætlar að fá sóknarmann - Höjlund á óskalista Inter
Elmar Kári: Búinn að bíða eftir þessu
Maggi: Sýnir trúna sem við erum með
Vuk: Er kannski nær markinu og með meira sjálfstraust
Jón Þór: Stóru vandamálin liggja ekki þar
Rúnar: Hefur fengið að blómstra í þessu hlutverki
Heimir: Þá fer þetta að verða eins og umræðan var árið 2022
Elmar Atli: Maður var búinn að bíða eftir þessu
Auður: Gaman að ná að vinna Þrótt sem voru taplausar í deildinni
Haddi: Gjörsamlega óþolandi hvað sumir mega öskra inn á völlinn
Óli Kristjáns: Ábyrgðin á mér og stelpunum
„Við komumst út úr þessu það er klárt mál"
Davíð Smári: Skjaldarmerki þess sem Vestri stendur fyrir
Óskar Smári: Ótrúlega stoltur af liðinu mínu í dag
Murielle Tiernan: Eina sem þú þarft að gera er að setja hann inn
Gummi Kri: Er það ekki svoleiðis sem við viljum hafa þetta?
Tufa um rauða spjaldið: Okk­ur á bekkn­um fannst hann hlaupa á Bjarna og henda sér niður
Jökull: Hefði viljað sjá okkur vera meira 'ruthless' í byrjun leiks
Alli Jói: Er svekktur með sjálfan mig
Haraldur: Kemur auka orka þegar við missum mann af velli
Gunnar Heiðar: Eins og við þyrftum að fá mark í andlitið til þess að allir kveiki á sér
   fös 16. maí 2025 23:26
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Héldum ekki áfram að gera það sem við erum góðir í
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvík tók á móti ÍR á JBÓ vellinum þegar þriðja umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína í kvöld.


Lestu um leikinn: Njarðvík 1 -  1 ÍR

„Vonbrigði. Ég er bara alls ekki nægilega sáttur við þennan leik" sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga eftir leik.

„Fyrri hálfleikur fannst mér flottur. Við spiluðum vel og skorum mark sem er dæmt rangstætt, ég veit ekki alveg hvernig það gerðist eða afhverju það var rangstaða en það er eins og það er" 

„Mér fannst við spila meira boltann okkar þá. Mér fannst við spila boltanum meðfram jörðinni og vorum að finna þessi svæði sem að við erum að leita að. Það vantaði kannski herslumuninn á síðustu sendingum og þessum síðustu slúttum" 

„ÍR var að henda sér fyrir allt hérna og bjarga þarna nokkrum sinnum góðum tækifærum frá okkur til þess að skora"

„Í seinni hálfleik þá komu þeir út og þá fannst mér við svolítið bara fara, kannski vorum við þreyttir en við fórum svolítið bara í þeirra leik. Langir boltar og reyna að fara vinna einhverja seinni bolta. Svolítið svona hálofta fótbolti fannst mér og það er það sem ég er ósáttur við að við héldum ekki áfram að gera það sem við erum góðir í" 

Njarðvík fékk vítaspyrnu undir lok leiks sem þeir klikkuðu á en þetta var þriðja vítaspyrnan í röð sem Njarðvíkingar brenna af á þessu tímabili. 

„Þó að víti gefi þér góðan möguleika á að skora að þá þýðir það ekki að það sé alltaf mark. Fyrir mitt leyti þá er þetta helvíti súrt"

„Persónulega þá vildi ég það að Oumar myndi taka þessa vítaspyrnu. Hann tók hana síðast og skaut í slánna og sendi markmanninn í vitlaust horn en hann tekur bara tapaðri vítaspyrnu núna. Dominik tapaði vítaspyrnu í fyrsta leik þar sem við hefðum getað farið í 2-1 stöðuna líka, það sama og gerist í dag"

„Það er augljóst að við þurfum að fara kíkja á það að æfa þetta líka þó ég haldi það að ég sé með öruggar vítaskyttur í þessu liði þá er þetta kannski komið inn í hausinn á sumum leikmönnum hérna hjá mér" 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 8 5 3 0 12 - 4 +8 18
2.    Njarðvík 8 4 4 0 20 - 8 +12 16
3.    HK 8 4 2 2 15 - 8 +7 14
4.    Þróttur R. 8 4 2 2 15 - 11 +4 14
5.    Keflavík 7 3 2 2 15 - 9 +6 11
6.    Grindavík 7 3 2 2 20 - 15 +5 11
7.    Þór 8 3 2 3 18 - 17 +1 11
8.    Völsungur 8 3 1 4 11 - 17 -6 10
9.    Fylkir 8 1 4 3 9 - 12 -3 7
10.    Leiknir R. 8 2 1 5 9 - 21 -12 7
11.    Selfoss 8 2 0 6 6 - 17 -11 6
12.    Fjölnir 8 0 3 5 7 - 18 -11 3
Athugasemdir
banner
banner