Seamus Coleman verður 37 ára í október. Hann er fyrirliði Everton, hefur verið hjá félaginu síðan 2009 þegar hann vark keyptur frá Sligo Rovers. David Moyes, stjóri liðsins, sagði á fréttamannafundi að Coleman yrði hjá Everton á næsta tímabili.
Eina spurningin er hvort Coleman muni spila eða verði hlut af teyminu á bakvið tjöldin.
Eina spurningin er hvort Coleman muni spila eða verði hlut af teyminu á bakvið tjöldin.
Coleman hefur einungis spilað fimm leiki á tímabilinu og verður samningslaus í sumar.
„Seamus verður áfram á næsta tímabili - enginn vafi," sagði Moyes.
„Hann verður hluti af hópnum. Ég þarf á honum að halda - hans leiðtogahæfni, hans nærvera í klefanum. Það væri rangt að láta Coleman fara. Á einn veg eða annan, þá verður Seamus áfram hér á næsta tímabili," sagði Moyes.
Stjórinn sagði þá að félagið myndi á næstu dögum gefa út hvaða leikmenn verði áfram. Leikmenn eins og Idrissa Gueye, Michael Keane, Ashley Young, Dominic Calvert-Lewin og Abdoulaye Doucoure eru að verða samningslausir.
Athugasemdir