
Vestri lagði Breiðablik af velli í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld. Leikar enduðu 1-2 og er því ljóst að Vestri verður í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit í Laugardalnum á morgun. Arnór Borg gekk til liðs við Vestra fyrir skömmu síðan og hefur komið vel inn í liðið.
Lestu um leikinn: Breiðablik 1 - 2 Vestri
„Þetta var rosalegt að horfa á bekknum eftir að hafa verið tekinn út af. Strákarnir eru ótrúlegir, hvað þeir geta hlaupið fyrir hvorn annan, þetta er bara rugl. Ég hef aldrei verið var við annað eins þetta er rosalegt."
„Ég er kominn inn í nýtt umhverfi og gott að byrja þetta ágætlega. Þetta er rólegt fyrir vestan. Ég er að komast inn í þetta. Mér líður vel þarna, ánægður með þetta."
Vestramenn fögnuðu sigurmarkinu sem Daði Berg skoraði með því að setjast á grasið og róa að hætti VÆB eins og þeir væru um borð í bát. Daði sagði í viðtali eftir leik að þetta væri til heiðurs VÆB og að þeir væru að sigla sigrinum heim.
„Þetta var eitthvað sem Daði var að „cooka" inn í klefa. Þetta var róa eitthvað," segir Arnór og hlær.
???????????? pic.twitter.com/gdu3Fo1Wsa
— Hörður ? (@horduragustsson) May 15, 2025
Athugasemdir