Liverpool gefst ekki upp á Isak - Newcastle vill Rashford - Gyökeres neitar að ræða við Sporting
Láki: Til skammar hversu einhliða dómgæslan var
Túfa hrósar Twana: Þjálfarar sem tapa tala oft um dómgæsluna
Mættu Brasilíu og Kólumbíu - „Þetta mun vera með mér það sem eftir er"
Samúel Kári hefði átt að fá gult og Karl Friðleifur rautt
Örvar Logi: Þetta er einum of gaman til að vera ekki að gera þetta oftar
Jökull: Hefði viljað sjá Hauk vinna þetta mót
Haraldur Freyr: Það er bara réttmæt spurning
Eiður Aron: Það er náttúrulega bara frábært að vera hérna
Súrrealískt að spila við Keflavík - „Lít ennþá upp til þeirra beggja"
Siggi Höskulds: Þessi bikarleikur kom kannski ekkert á frábærum tíma
„Ætla að leyfa mér að segja að Eiður Aron sé einn besti leikmaður landsins í augnablikinu“
Best í Mjólkurbikarnum: Þá var þetta komið gott
Jói Bjarna skoraði og lagði upp: Þetta er súrt og sætt
Karl Friðleifur: Það eru mismunandi skoðanir mér er alveg sama
Donni: Leiðinlegt hvernig liðið brotnaði og varð þreyttara
Sölvi: Bjóst við rauðu spjaldi þarna
Óskar Hrafn: Þetta hjálpar mér ekkert - Ég verð bara að trúa þeim
„Eiginlega bara drullað yfir okkur"
Elmar Kári: Búinn að bíða eftir þessu
Maggi: Sýnir trúna sem við erum með
   fim 15. maí 2025 22:25
Kári Snorrason
Arnór Borg um VÆB fagn Vestra: Daði var að cooka inn í klefa, Róa eitthvað
Vestramenn fögnuðu markinu með því að 'róa'.
Vestramenn fögnuðu markinu með því að 'róa'.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Arnór var hress eftir leik.
Arnór var hress eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri lagði Breiðablik af velli í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld. Leikar enduðu 1-2 og er því ljóst að Vestri verður í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit í Laugardalnum á morgun. Arnór Borg gekk til liðs við Vestra fyrir skömmu síðan og hefur komið vel inn í liðið.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Vestri

„Þetta var rosalegt að horfa á bekknum eftir að hafa verið tekinn út af. Strákarnir eru ótrúlegir, hvað þeir geta hlaupið fyrir hvorn annan, þetta er bara rugl. Ég hef aldrei verið var við annað eins þetta er rosalegt."

„Ég er kominn inn í nýtt umhverfi og gott að byrja þetta ágætlega. Þetta er rólegt fyrir vestan. Ég er að komast inn í þetta. Mér líður vel þarna, ánægður með þetta."

Vestramenn fögnuðu sigurmarkinu sem Daði Berg skoraði með því að setjast á grasið og róa að hætti VÆB eins og þeir væru um borð í bát. Daði sagði í viðtali eftir leik að þetta væri til heiðurs VÆB og að þeir væru að sigla sigrinum heim.

„Þetta var eitthvað sem Daði var að „cooka" inn í klefa. Þetta var róa eitthvað," segir Arnór og hlær.



Athugasemdir
banner