Maguire á óskalistum í Sádi-Arabíu - Liverpool horfir til Olise - Guehi eftirsóttur og Liverpool gæti reynt aftur í janúar
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn: „Stór stund fyrir fjölskylduna“
Leið vel í vinstri bakverðinum: „Get leyst hvaða stöðu sem er“
Kristian: Breytti leiknum og þá var þetta eignilega komið
Ekki mikið að gera hjá Elíasi í dag - „Þeir skapa ekki neitt“
„Mikilvægt að bakka upp það sem við erum búnir að tala um“
Hákon Arnar: Þeir áttu bara ekki breik
Ísak um þriðja markið: Ótrúlegt að horfa á þetta
Hilmar the Glacier formaður Tólfunnar: Ég ætla að vona að Arnar sé ekki að fara sýna mér annað
Byrjunarlið Íslands - Elías í markinu og Albert á vinstri kanti
Birta Georgs: Hljóp á stúkuna eins og brjálæðingur
Guðni um tapið: Sárt og svekkjandi
Matthías Guðmunds: Ég er keppnismaður og vil alltaf meira
Lovísa: Við settum stigamet hjá félaginu
Nik fyrir sigur markið: Sögðum skítt með það, höldum áfram að sækja
Jóna: Mér fannst við taka yfir í seinni hálfleik
Gífurlega svekkjandi úrslit - „Áttum meira skilið en þetta er fótbolti“
Einar Guðna: Ótrúlega ánægður
   fim 15. maí 2025 22:25
Kári Snorrason
Arnór Borg um VÆB fagn Vestra: Daði var að cooka inn í klefa, Róa eitthvað
Vestramenn fögnuðu markinu með því að 'róa'.
Vestramenn fögnuðu markinu með því að 'róa'.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Arnór var hress eftir leik.
Arnór var hress eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri lagði Breiðablik af velli í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld. Leikar enduðu 1-2 og er því ljóst að Vestri verður í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit í Laugardalnum á morgun. Arnór Borg gekk til liðs við Vestra fyrir skömmu síðan og hefur komið vel inn í liðið.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Vestri

„Þetta var rosalegt að horfa á bekknum eftir að hafa verið tekinn út af. Strákarnir eru ótrúlegir, hvað þeir geta hlaupið fyrir hvorn annan, þetta er bara rugl. Ég hef aldrei verið var við annað eins þetta er rosalegt."

„Ég er kominn inn í nýtt umhverfi og gott að byrja þetta ágætlega. Þetta er rólegt fyrir vestan. Ég er að komast inn í þetta. Mér líður vel þarna, ánægður með þetta."

Vestramenn fögnuðu sigurmarkinu sem Daði Berg skoraði með því að setjast á grasið og róa að hætti VÆB eins og þeir væru um borð í bát. Daði sagði í viðtali eftir leik að þetta væri til heiðurs VÆB og að þeir væru að sigla sigrinum heim.

„Þetta var eitthvað sem Daði var að „cooka" inn í klefa. Þetta var róa eitthvað," segir Arnór og hlær.



Athugasemdir
banner