Unglingalandsliðsmaðurinn Daníel Tristan Guðjohnsen hefur verið að koma sterkur inn í lið Svíþjóðarmeistara Malmö að undanförnu. Þá vantaði kraft í sóknarleikinn og þá var kallað í hinn 19 ára gamla Daníel Tristan.
Daníel er yngsti sonur Eiðs Smára Guðjohnsen, eins besta fótboltamanns í sögu Íslands. Hann ólst upp hjá Barcelona og Real Madrid, en hefur síðustu ár leikið með Malmö þar sem hann er að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokksbolta.
Daníel er yngsti sonur Eiðs Smára Guðjohnsen, eins besta fótboltamanns í sögu Íslands. Hann ólst upp hjá Barcelona og Real Madrid, en hefur síðustu ár leikið með Malmö þar sem hann er að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokksbolta.
Hann byrjaði sinn fyrsta deildarleik með Malmö á dögunum og skoraði svo sitt fyrsta mark í öðrum deildarleiknum sem hann byrjaði í gær gegn Varnamo.
Hann hefur fengið hrós í sænskum fjölmiðlum fyrir frammistöðu sína með sænska stórliðinu.
„Annan leikinn í röð byrjaði Daníel Guðjohnsen sem fremsti maður. Fyrsti hálftíminn sem hann spilaði var stórkostlegur, og sérstaklega í ljósi þess að hann var bara að spila sinn tíunda leik fyrir aðalliðið," segir í umfjöllun Fotbollskanalen.
„Gudjohnsen spilaði með sjálftraust, vann einvígi og spilaði boltanum vel frá sér. Á sama tíma sýndi hann frábæra tækni."
Líkt við Zlatan
Daníel var fyrr á þessu ári líkt við Zlatan Ibrahimovic, fyrrum leikmann Malmö, áður en sænska félagið mætti Twente. Zlatan ólst upp hjá Malmö og spilaði einnig í Hollandi með Ajax. Daníel var spurður út í þann samanburð.
„Ég er tæknilega góður og auðvitað frekar hávaxinn," sagði Daníel. „Zlatan var auðvitað frábær leikmaður og ég hef heyrt það áður að ég spili eins og hann. Ég læt aðra um samanburðina."
Daníel segist horfa á marga sóknarmenn.
„Ég get setið klukkustundum saman og horft á Youtube myndbönd af bestu sóknarmönnum síðustu ára. Ég vil helst horfa á Karim Benzema en mér finnst mjög gaman að því hvernig hann spilar leikinn."
„Ég vil verða einn besti sóknarmaður í Evrópu," sagði Daníel en framtíðin er hans.
Athugasemdir