Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe - Newcastle vill Gittens
   fös 16. maí 2025 12:30
Elvar Geir Magnússon
Mjólkurbikar karla: Valsmenn fara til Eyja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Núna í hádeginu var dregið í 8-liða úrslit Mjólkurbikars karla. Áhugaverð úrslit urðu í 16-liða úrslitunum þar sem Íslandsmeistarar Breiðabliks og bikarmeistarar KA féllu úr leik gegn Vestra og Fram.

ÍBV hefur verið á flugi í bikarnum og slegið út Víking og KR með stæl. Næstu mótherjar Eyjamanna í keppninni verða Valsmenn sem eru á leið í Herjólf.

Tvö lið úr Lengjudeildinni eru í 8-liða úrslitum; Keflavík sem heimsækir Stjörnuna og Þór sem heimsækir Vestra.

8-liða úrslit Mjólkurbikars karla fara fram dagana 18. og 19. júní.

8-liða úrslitin:
Afturelding - Fram
ÍBV - Valur
Stjarnan - Keflavík
Vestri - Þór
Athugasemdir
banner