Barcelona varð spænskur meistari í gær þegar liðið lagði granna sína í Espanyol.
Lamine Yamal hefur verið stórkostlegur á tímabilinu en hann skoraði stórbrotið mark í 2-0 sigri liðsins í gær.
Lamine Yamal hefur verið stórkostlegur á tímabilinu en hann skoraði stórbrotið mark í 2-0 sigri liðsins í gær.
Þessi 17 ára gamli leikmaður æfði fyrst með aðalliðinu árið 2022 undir stjórn Xavi og hann fékk sitt fyrsta tækifæri með liðinu árið 2023 og hefur varla litið til baka síðan.
Í öllum fagnaðarlátunum í gær gleymdi Yamal ekki að þakka Xavi fyrir tækifærið. Yamal hefur leikið 104 leiki, skorað 24 mörk og lagt upp 34 fyrir Barcelona.
„Ég vil þakka Xavi fyrir, þetta hefði ekki verið hægt án hans. Hann gaf okkur ungu leikmönnunum fyrsta tækifærið. Ég vil þakka honum fyrir," sagði Yamal.
Athugasemdir