Arsenal hefur áhuga á Barcola - Mbeumo færist nær Man Utd - Konate hafnaði tilboði Liverpool
Konni: Menn þreyttir eftir síðasta leik
Jón Óli bjóst við að vera í efstu þremur sætunum
Sigurður Egill: Mjög ánægður og stoltur með það
Túfa um Patrick Pedersen: Hann þarf að hlusta meira á mig
Sigurjón Rúnarsson: Aldrei víti segir nýútskrifaði fasteignasalinn
Óskar Hrafn skýtur á Túfa: Gerðu enga tilraun að spila fótbolta
Dóri Árna: 11 manna blokk og sparkað í menn frá fyrstu mínútu
Láki: Þetta var mjög skrítinn leikur
Maggi: Ef þú ferð að einbeita þér að töflunni þá fer allt í köku
Rúnar Kristins: Hann hendir sér niður og tryggir liðinu sínu stig
Alex Freyr: Vonsvikinn með eigin frammistöðu og liðsins
Mosfellingar létu vel í sér heyra í Eyjum - „Besti bærinn á jörðinni"
Jökull: Það eru ekki margir með hærra fótbolta IQ en hann
Deano eftir erfiða viku: Sest niður og sé hvað framtíðin býður upp á
Ómar Björn: Hann var frábær þjálfari, ég get þakkað honum fyrir fullt
Árni Snær: Þetta eru bara geggjaðir gæjar
Gylfi Þór: Komumst ekki ofar eins og er
Hallgrímur Jónasson: Gat ekki beðið um meira frá strákunum
Sölvi Geir: Koma norður, taka þrjú stig og drulla okkur aftur heim
„Mjög sérstakt að öll orka hafi farið í að kenna Ívari hvernig á að spila í Boganum"
   lau 17. maí 2025 18:14
Anton Freyr Jónsson
Úlfa Dís hetjan í Garðabæ: Sá einn á einn og hún stóð svolítið flatt
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Tilfinningin er mjög góð og þetta var góður baráttusigur." sagði Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir leikmaður Stjörnunnar eftir 1-0 sigurinn á FHL í Garðabæ í dag.


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  0 FHL

„Mjög skemmtilegur leikur, auðvitað erfiður þær eru mjög góðar og þéttar. Það var mjög erfitt að brjóta þær og það tók smá tíma en sem betur náðum við að halda út."

Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir skoraði sigurmark leiksins eftir frábært einstaklingsframtak.

„Ég sá einn á einn og hún stóð svolítið flatt þannig ég ákvað bara að taka hann til hliðar og setja hann og það heppnaðist"

Stjarnan byrjaði mótið illa en er komið á sigurgöngu. Stjarnan hefur fengið níu stig úr síðustu fjórum leikjum. Hverju hefur liðið breytt?

„Bara einn leikur í einu og gera okkar besta og það skilar sér."


Athugasemdir