Manchester United hefur verið í tómu brasi á þessu tímabili í úrvalsdeildinni. Liðið er í 17. sæti en það jákvæða er að liðið er í úrslitum Evrópudeildarinnar.
Rúben Amorim er bjartsýnn fyrir næsta tímabil í úrvalsdeildiinni en hann vitnaði í árangur Leiciester sem vann úrvalsdeildina árið 2016 og árangur Nottingham Forest í ár.
Rúben Amorim er bjartsýnn fyrir næsta tímabil í úrvalsdeildiinni en hann vitnaði í árangur Leiciester sem vann úrvalsdeildina árið 2016 og árangur Nottingham Forest í ár.
„Við þurfum að klára þetta tímabil, öll tímabil eiga sitt líf. Við höfum séð þetta með Blackburn, féllu næstum því og urðu svo meistarar, Leicester, féllu næstum því og urðu svo meistarar, Nottingham Forest eru að berjast um Meistaradeildarsæti en voru að berjast fyrir lífi sínu í fyrra," sagði Amorim í viðtali hjá Sky Sports.
„Þið verðið meistarar á næsta ári þá?" sagði fréttamaður Sky Sports.
„Ég er ekki að segja það," sagði Amorim og hló.
„Ég hef séð góða hluti og veit hvað ég á að gera. Stjórnin er að gera allt, stundum ekki það vinsælasta en við erum að gera núna en það var erfitt, klárum bara þetta tímabil."
Athugasemdir