Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe - Newcastle vill Gittens
   fös 16. maí 2025 10:00
Elvar Geir Magnússon
Lewis-Skelly ekki tilnefndur sem besti ungi leikmaðurinn
Myles Lewis-Skelly.
Myles Lewis-Skelly.
Mynd: EPA
Athygli hefur vakið að Myles Lewis-Skelly, 18 ára leikmaður Arsenal, kemur ekki til greina sem besti ungi leikmaður tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni en tilnefningar voru opinberaðar í gær.

Lewis-Skelly hefur vakið mikla athygli á tímabilinu og var verðlaunaður með sínum fyrstu landsleikjum fyrir England.

Cole Palmer, leikmaður Chelsea, var valinn besti ungi leikmaðurinn á síðasta ári og gæti unnið verðlaunin aftur. Þessi 23 ára leikmaður er með fimmtán mörk og átta stoðsendingar í 35 leikjum.

Aðrir sem eru tilnefndir eru Ryan Gravenberch (Liverpool), Liam Delap (Ipswich), Anthony Elanga (Nottingham Forest), Dean Huijsen (Bournemouth), Joao Pedro (Brighton), Morgan Rogers (Aston Villa), og William Saliba (Arsenal).


Athugasemdir