Liverpool gefst ekki upp á Isak - Newcastle vill Rashford - Gyökeres neitar að ræða við Sporting
Gunni Einars: Alltaf gott að sigra í leikjum
Hörður: Mætum sofandi til leiks í byrjun seinni
Láki: Til skammar hversu einhliða dómgæslan var
Túfa hrósar Twana: Þjálfarar sem tapa tala oft um dómgæsluna
Mættu Brasilíu og Kólumbíu - „Þetta mun vera með mér það sem eftir er"
Samúel Kári hefði átt að fá gult og Karl Friðleifur rautt
Örvar Logi: Þetta er einum of gaman til að vera ekki að gera þetta oftar
Jökull: Hefði viljað sjá Hauk vinna þetta mót
Haraldur Freyr: Það er bara réttmæt spurning
Eiður Aron: Það er náttúrulega bara frábært að vera hérna
Súrrealískt að spila við Keflavík - „Lít ennþá upp til þeirra beggja"
Siggi Höskulds: Þessi bikarleikur kom kannski ekkert á frábærum tíma
„Ætla að leyfa mér að segja að Eiður Aron sé einn besti leikmaður landsins í augnablikinu“
Best í Mjólkurbikarnum: Þá var þetta komið gott
Jói Bjarna skoraði og lagði upp: Þetta er súrt og sætt
Karl Friðleifur: Það eru mismunandi skoðanir mér er alveg sama
Donni: Leiðinlegt hvernig liðið brotnaði og varð þreyttara
Sölvi: Bjóst við rauðu spjaldi þarna
Óskar Hrafn: Þetta hjálpar mér ekkert - Ég verð bara að trúa þeim
„Eiginlega bara drullað yfir okkur"
   fös 16. maí 2025 16:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Best í Mjólkurbikarnum: Örugglega fyrsta þrennan á ferlinum
Þórdís Elva með verðlaunin.
Þórdís Elva með verðlaunin.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Mér fannst leikurinn mjög góður. Við spiluðum hann rosalega vel. Við komum með gott leikplan inn í leikinn og það gekk upp," segir Þórdís Elva Ágústsdóttir, leikmaður Þróttar, sem var best í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna. Fyrir það fær hún verðlaun frá Fótbolta.net. og Mjólkursamsölunni.

Þórdís Elva, sem er nýkomin heim úr atvinnumennsku, hefur verið vel af stað á tímabilinu með Þrótti en hún átti sinn besta leik í sumar þegar hún skoraði þrennu í 6-3 sigri á Víkingum.

„Þetta er örugglega fyrsta þrennan mín. Ég held það," sagði Þórdís Elva.

„Þetta datt með mér. Liðið var allt geggjað. Ég var að fá geggjaðar sendingar. Boltinn dettur fyrir mig í fyrsta markinu, Katie er með geggjaða sendingu í öðru markinu og svo er þetta bara eitthvað klafs í þriðja. Þetta var að detta fyrir mig."

Þróttur ætlar sér alla leið í bikarnum í sumar.

„Það er geggjað að setja sex mörk í leik, bikarkeppnin er alltaf skemmtileg. Við ætlum alla leið í bikarnum og klárlega að vera í toppbaráttu í deildinni," sagði Þórdís en allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner