
Glódís Perla Viggósdóttir er komin með nýjan þjálfara því Jose Barcala er tekinn við kvennaliði Bayern.
Hann tekur við af Alexander Straus sem tilkynnti í apríl að hann myndi hætta með liðið í sumar og taka við bandaríska liðinu Angel City FC.
Hann tekur við af Alexander Straus sem tilkynnti í apríl að hann myndi hætta með liðið í sumar og taka við bandaríska liðinu Angel City FC.
Straus stýrði Bayern þrisvar til sigurs í þýsku deildinni. Hann gerði Glódísi að fyrirliða liðsins árið 2023.
Barcala er 43 ára Spánverji en hann skrifar undir samning sem gildir til ársins 2027. Hann kemur frá svissneska liðinu Servette, hann hefur einnig reynslu í þjálfun frá Spáni, Frakklandi og Skotlandi.
Athugasemdir