Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe - Newcastle vill Gittens
   fös 16. maí 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arnór fór af velli vegna höfuðmeiðsla
Mynd: Guðmundur Svansson
Íslendingaliðið Norrköping tapaði fimmta leik sínum á tímabilinu gegn Degerfors í 9. umferð sænsku deildarinnar í gær.

Ísak Andri Sigurgeirsson og Arnór Ingvi Traustason voru í byrjunarliðinu.

Ísak Andri lék allan leikinn en Arnór Ingvi þurfti að fara af velli undir lokin þar sem hann fékk höfuðhögg. Spurning hvort hann nái næsta leik sem verður gegn Sirius á mánudaginn.

Arnór og Ísak hafa verið fastamenn í liðinu á tímabilinu sem situr í 10. sæti með 10 stig eftir níu umferðir.
Athugasemdir
banner
banner