Graham Potter vill ólmur halda tékkneska miðjumanninum Tomas Soucek hjá West Ham en hann stefnir á að gera miklar breytingar á liðinu.
Lukasz Fabianski, Vladimir Coufal, Aaron Cresswell og Danny Ings munu ekki fá nýjan samning og þá verða lánssamningar Carlos Soler og Evan Ferguson ekki framlengdir.
Soucek hefur verið orðaður við Everton og nýliða Leeds.
Tékkinn er marksækinn en hann hefur skorað níu mörk á tímabilinu. Hann gekk til liðs við Lundúnaliðið frá Slavia Prag á láni fyrst um sinn árið 2019. Hann hefur leikið 428 leiki og skorað 81 mark fyrir liðið.
Athugasemdir