Liverpool berst við spænsku risana um Wharton - Nkunku orðaður við Liverpool - Rodrygo í enska boltann?
   lau 17. maí 2025 16:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Besta deild kvenna: Freyja Karín funheit og Þróttarar á flugi
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur R. 4 - 1 FH
1-0 Freyja Karín Þorvarðardóttir ('3 )
2-0 Unnur Dóra Bergsdóttir ('6 )
2-1 Thelma Karen Pálmadóttir ('24 )
3-1 Þórdís Elva Ágústsdóttir ('27 )
4-1 Freyja Karín Þorvarðardóttir ('45 )
Lestu um leikinn

Einn leikur í sjöttu umferð Bestu deildar kvenna hófst klukkan 14:00 og lauk laust fyrir klukkan 16:00. Þróttur og FH mættust í toppbaráttuslag.

Þróttarar unnu sannfærandi sigur á FH í Laugardalnum og skelltu sér með sigrinum upp að hlið Breiðabliks á toppi deildarinnar. Þróttur og Breiðablik hafa unnið alla sína leiki ef frá er talinn innbyrðisleikur liðanna sem endaði með jafntefli.

Freyja Karín Þorvarðardóttir skoraði fyrsta og fjórða mark Þróttar og þær Unnur Dóra Bergsdóttir og Þórdís Elva Ágústsdóttir skoruðu sitt markið hvor. Það var Thelma Karen Pálmadóttir sem skoraði mark FH og minnkaði þá muninn í 2-1.

„Katla María hittir ekki boltann er hún reynir að hreinsa frá marki eftir innkast. Freyja Karin þakkar pent fyrir sig, hirðir boltann og skorar með fallegu skoti úr teignum framhjá Aldísi í markinu," skrifaði Sverrir Örn Einarsson í textalýsingu sinni þegar Freyja Karín kom Þrótturum í 4-1 undir lok fyrri hálfleiks. FH er áfram í 3. sæti deildarinnar. Freyja Karín hefur skorað sex mörk í fyrstu sex umferðunum.

Nú eru í gangi þrír leikir og allir í beinni textalýsingu. Stjarnan tekur á móti FHL, Víkingur er með Tindastól í heimsókn og Fram er að spila við Þór/KA í Úlfarsárdalnum.
Athugasemdir
banner