Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe - Newcastle vill Gittens
   fös 16. maí 2025 12:25
Elvar Geir Magnússon
Mjólkurbikar kvenna: Þróttur heimsækir bikarmeistarana
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Núna í hádeginu var dregið í 8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna. Valskonur eiga titil að verja en þær lentu í kröppum dansi í 16-liða úrslitunum en náðu að vinna Fram eftir framlengingu.

Valur mun mæta Þrótti í sannkölluðum stórleik í 8-liða úrslitum og þá verður Kópavogsslagur í boði þegar Íslandsmeistarar Breiðabliks taka á móti Lengjudeildarliði HK.

8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna fara fram dagana 11. og 12. júní.

8-liða úrslit kvenna
Valur - Þróttur
Þór/KA - FH
Tindastóll - ÍBV
Breiðablik - HK
Athugasemdir
banner