Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe - Newcastle vill Gittens
   fös 16. maí 2025 14:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi byrjaður að sýna sitt rétta andlit og er klárlega inn í myndinni
Icelandair
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson er búinn að vera að spila á fullu með Víkingum að undanförnu en er ekki í landsliðshópnum sem var valinn í dag.

Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari, var spurður út í Gylfa á fréttamannafundi í dag.

„Ég hef ekkert rætt við Gylfa en hann er klárlega í þessum hópi sem ég nefndi áðan," sagði Arnar en í upphafi fundarins talaði hann um að hann og teymið í kringum liðið væru að fylgjast með um 40-50 leikmönnum.

„Hann er byrjaður að sýna sitt rétta andlit í síðustu leikjum sem er mjög gott. Það eru sterkir leikir framundan og Evrópuleikir gegn sterkum liðum."

„Hann er klárlega inn í myndinni í haust," sagði Arnar.
Athugasemdir
banner