Karlalið Everton spilar á sunnudag sinn síðasta leik á Goodison Park en liðið mun í sumar færa sig á nyjan og glæsilegan leikvang.
David Moyes hefur stýrt mörgum leikum á Goodison og var hann spurður út í leikvanginn á fréttamannafundi í dag.
David Moyes hefur stýrt mörgum leikum á Goodison og var hann spurður út í leikvanginn á fréttamannafundi í dag.
„Það eru margir em þekkja Everton og Goodison Park betur en ég. Það er mikil saga, frábærar sögur, frábærir stjórar og frábærir leikmenn sem hafa allir verið hér- ég er bara sá sem skellir í lás þegar ég fer!"
„Þetta verður sorglegt, en við erum að flytja okkur á stað sem mun gefa okkur stærri og betri framtíð."
„Ég held að allir Everton menn hafi verið að bíða eftir þessu í talsverðan tíma. Nýi leikvangurinn er eitthvað sem allir hafa verið spenntir fyrir. Þetta verður tilfinningaþrunginn dagur en ég þarf að halda einbeitingu leikmannanna á leiknum."
„Mín stærsta stund? Það er klárlega þegar ég kom fyrst, tók við. Fyrsti dagurinn og svo þegar við mættum Fulham í fyrsta leik er örugglega það stærsta hjá mér því það var byrjunin."
„Það var sett spurningarmerki við hversu lengi ég yrpi, en ég var með gott fólk í kringum mig sem leyfði mér að vinna mína vinnu og gáfu mér allt sem ég þurfti," sagði Moyes sem sneri aftur á Goodison í vetur þegar Sean Dyche var látinn fara.
Athugasemdir