Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
   fim 15. maí 2025 22:20
Elvar Geir Magnússon
Haddi lét bíða lengi eftir sér eftir tapið á Akureyri
Hallgrímur Jónasson.
Hallgrímur Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fréttamenn á Akureyri þurftu að bíða í dágóðan tíma eftir því að fá að ræða við Hallgrím Jónasson þjálfara KA eftir 2-4 tap liðsins gegn Fram í Mjólkurbikarnum í kvöld.

Ástæðan sem var gefin upp er sú Hallgrímur hafi farið á fund strax eftir leikinn. Þolinmóðir fréttamennirnir gátu svo rætt við Hallgrím eftir að fundinum var lokið, um 40 mínútum eftir leikinn.

Lestu um leikinn: KA 2 -  4 Fram

„Stjórnarfundur í KA heimilinu, Haddi með á fundinum. Ekki búinn að koma í viðtöl eftir leik," skrifaði Sæbjörn Steinke, fréttamaður Fótbolta.net, á X á meðan hann beið eftir að Hallgrímur gæfi kost á viðtölum.

Hallgrímur sjálfur segir það rangt að hann hafi farið á fund með stjórninni eftir leik.

Þegar Hallgrímur mætti í viðtöl gerði hann ekki mikið úr fundinum og sagði að slakur varnarleikur liðsins hefði verið til umræðu.

Hér að neðan má sjá viðtal við Hallgrím eftir leik en hann var meðal annars spurður að því hvað hann þyrfti gera til þess að koma liðinu í gang.

„Ég þarf að fara að hugsa! Nú koma nokkrar nætur þar sem að ég þarf að liggja og hugsa mig vel um. Af því að við erum með gæðin í leikmannahópnum, við erum með reynsluna. Við erum meira að segja með reynsluna að vera í þessari stöðu, að vera neðarlega, því miður. Það er einfalt mál, það er undir mér komið. Saman með strákunum og þeim sem vinna í kringum liðið að finna lausnir, vera þéttari og fá færri mörk á okkur. Það er okkar vandamál,'' sagði Hallgrímur meðal annars.

KA fer illa af stað á tímabilinu og er í neðsta sæti Bestu deildarinnar með fjögur stig og markatöluna 6-15 eftir sex leiki.


Fréttin hefur verið uppfærð
Haddi: Gerum glórulaus mistök
Athugasemdir
banner
banner