Liverpool gefst ekki upp á Isak - Newcastle vill Rashford - Gyökeres neitar að ræða við Sporting
Gunni Einars: Alltaf gott að sigra í leikjum
Hörður: Mætum sofandi til leiks í byrjun seinni
Láki: Til skammar hversu einhliða dómgæslan var
Túfa hrósar Twana: Þjálfarar sem tapa tala oft um dómgæsluna
Mættu Brasilíu og Kólumbíu - „Þetta mun vera með mér það sem eftir er"
Samúel Kári hefði átt að fá gult og Karl Friðleifur rautt
Örvar Logi: Þetta er einum of gaman til að vera ekki að gera þetta oftar
Jökull: Hefði viljað sjá Hauk vinna þetta mót
Haraldur Freyr: Það er bara réttmæt spurning
Eiður Aron: Það er náttúrulega bara frábært að vera hérna
Súrrealískt að spila við Keflavík - „Lít ennþá upp til þeirra beggja"
Siggi Höskulds: Þessi bikarleikur kom kannski ekkert á frábærum tíma
„Ætla að leyfa mér að segja að Eiður Aron sé einn besti leikmaður landsins í augnablikinu“
Best í Mjólkurbikarnum: Þá var þetta komið gott
Jói Bjarna skoraði og lagði upp: Þetta er súrt og sætt
Karl Friðleifur: Það eru mismunandi skoðanir mér er alveg sama
Donni: Leiðinlegt hvernig liðið brotnaði og varð þreyttara
Sölvi: Bjóst við rauðu spjaldi þarna
Óskar Hrafn: Þetta hjálpar mér ekkert - Ég verð bara að trúa þeim
„Eiginlega bara drullað yfir okkur"
   fös 16. maí 2025 14:49
Elvar Geir Magnússon
Arnar Gunnlaugs á nýja grasinu: Ótrúlegir hlutir gerst síðustu vikur
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Aðsend
Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari opinberaði í dag leikmannahóp sinn fyrir komandi vináttulandsleiki gegn Skotlandi og Norður-Írlandi sem fram fara á Bretlandseyjum í næsta mánuði.

Eftir fréttamannafundinn ræddi hann við fjölmiðla á Laugardalsvellinum sem er orðinn iðagrænn eftir að hybrid grasið var lagt á hann. Það var vel við hæfi að byrja á að spyrja Arnar út í völlinn.

„Mér líst hrikalega vel á hann. Það hafa ótrúlegir hlutir gerst síðustu vikur og við verðum komnir með alvöru gryfju næsta haust," sagði Arnar en síðasti heimaleikur Íslands fór fram á Spáni.

Komandi leikir eru undirbúningsleikir fyrir komandi undankeppni HM. Hvað vill Arnar fá út úr þessum vináttuleikjum

„Ég vil sjá framfarir að því leyti á þá vegu að leikmenn skilji betur kerfið okkar. Við fáum þennan glugga núna til að fullkomna skilning manna á þessu kerfi. Það eru fáar æfingar og fáir fundir og menn þurfa að vera með einbeitinguna í lagi. Auðvitað viljum við ná í úrslit og fá sjálfstraust inn í hópinn en helst vil ég sjá bætingu."

Hægt er að sjá viðtalið í heild hér að ofan en þar ræðir hann nánar um áherslurnar í komandi verkefni, landsliðsvalið, markvarðarstöðuna og einnig um A&B þættina sem hafa slegið rækilega í gegn.
Athugasemdir
banner
banner