Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe - Newcastle vill Gittens
Berglind Björg: Auðvitað er það alltaf markmiðið
Best í Mjólkurbikarnum: Örugglega fyrsta þrennan á ferlinum
Arnar Gunnlaugs á nýja grasinu: Ótrúlegir hlutir gerst síðustu vikur
Arnór Borg um VÆB fagn Vestra: Daði var að cooka inn í klefa, Róa eitthvað
Dóri Árna: Ef maður misstígur sig einu sinni þá ertu búinn
Davíð Smári eftir magnaðan sigur: Þetta er fótboltaleikur, það eru tilfinningar
Haddi: Gerum glórulaus mistök
Rúnar Kristins: Baráttuandinn og viljinn til staðar
Sjáðu síðasta víti Stjörnunnar og stemninguna hjá Kára í Akraneshöllinni
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
   fös 16. maí 2025 14:49
Elvar Geir Magnússon
Arnar Gunnlaugs á nýja grasinu: Ótrúlegir hlutir gerst síðustu vikur
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Aðsend
Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari opinberaði í dag leikmannahóp sinn fyrir komandi vináttulandsleiki gegn Skotlandi og Norður-Írlandi sem fram fara á Bretlandseyjum í næsta mánuði.

Eftir fréttamannafundinn ræddi hann við fjölmiðla á Laugardalsvellinum sem er orðinn iðagrænn eftir að hybrid grasið var lagt á hann. Það var vel við hæfi að byrja á að spyrja Arnar út í völlinn.

„Mér líst hrikalega vel á hann. Það hafa ótrúlegir hlutir gerst síðustu vikur og við verðum komnir með alvöru gryfju næsta haust," sagði Arnar en síðasti heimaleikur Íslands fór fram á Spáni.

Komandi leikir eru undirbúningsleikir fyrir komandi undankeppni HM. Hvað vill Arnar fá út úr þessum vináttuleikjum

„Ég vil sjá framfarir að því leyti á þá vegu að leikmenn skilji betur kerfið okkar. Við fáum þennan glugga núna til að fullkomna skilning manna á þessu kerfi. Það eru fáar æfingar og fáir fundir og menn þurfa að vera með einbeitinguna í lagi. Auðvitað viljum við ná í úrslit og fá sjálfstraust inn í hópinn en helst vil ég sjá bætingu."

Hægt er að sjá viðtalið í heild hér að ofan en þar ræðir hann nánar um áherslurnar í komandi verkefni, landsliðsvalið, markvarðarstöðuna og einnig um A&B þættina sem hafa slegið rækilega í gegn.
Athugasemdir
banner