Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, fór af velli þegar Breiðablik mætti KA í Bestu deildinni á sunnudag.
Höskuldur fann fyrir einhverjum nárameiðslum og var ekki með þegar Blikar töpuðu gegn Vestra í bikarnum í gær. Hann hefur skorað þrjú mörk í fyrstu sex leikjunum í deildinni á þessu tímabili, þar af tvö sigurmörk.
Fyrirliðinn æfði í dag og er því líklega klár í að spila á mánudaginn. Þjálfari Breiðabliks, Halldór Árnason, segir þó að engir sénsar verði teknir.
Höskuldur fann fyrir einhverjum nárameiðslum og var ekki með þegar Blikar töpuðu gegn Vestra í bikarnum í gær. Hann hefur skorað þrjú mörk í fyrstu sex leikjunum í deildinni á þessu tímabili, þar af tvö sigurmörk.
Fyrirliðinn æfði í dag og er því líklega klár í að spila á mánudaginn. Þjálfari Breiðabliks, Halldór Árnason, segir þó að engir sénsar verði teknir.
Breiðablik er sem stendur í 3. sæti Bestu deildarinnar, með 13 stig eftir sex umferðir, alveg eins og Víkingur og Vestri sem eru í sætunum fyrir ofan.
Leikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 á mánudagskvöld og fer fram á Kópavogsvelli.
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 6 | 4 | 1 | 1 | 13 - 5 | +8 | 13 |
2. Vestri | 6 | 4 | 1 | 1 | 8 - 2 | +6 | 13 |
3. Breiðablik | 6 | 4 | 1 | 1 | 11 - 8 | +3 | 13 |
4. KR | 6 | 2 | 4 | 0 | 19 - 11 | +8 | 10 |
5. Valur | 6 | 2 | 3 | 1 | 14 - 10 | +4 | 9 |
6. Stjarnan | 6 | 3 | 0 | 3 | 9 - 10 | -1 | 9 |
7. Afturelding | 6 | 2 | 1 | 3 | 4 - 7 | -3 | 7 |
8. ÍBV | 6 | 2 | 1 | 3 | 7 - 11 | -4 | 7 |
9. Fram | 6 | 2 | 0 | 4 | 10 - 11 | -1 | 6 |
10. ÍA | 6 | 2 | 0 | 4 | 6 - 15 | -9 | 6 |
11. FH | 6 | 1 | 1 | 4 | 9 - 11 | -2 | 4 |
12. KA | 6 | 1 | 1 | 4 | 6 - 15 | -9 | 4 |
Athugasemdir