Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe - Newcastle vill Gittens
   fös 16. maí 2025 15:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar um Bestu deildina: Forréttindi að fylgjast með þessu
Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari.
Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson er í fyrsta sinn í langan tíma ekki að þjálfa í Bestu deildinni, í fyrsta sinn síðan 2019.

Hann tók við landsliðinu í vetur og hætti þá með Víking eftir að hafa náð þar mögnuðum árangri.

Arnar tilkynnti í dag sinn annan landsliðshóp en í lok fundarins var hann spurður út í Bestu deildina og hvernig væri að fylgjast mð henni utan frá.

„Það eru forréttindi að fylgjast með þessum leikjum. Þetta er mjög jöfn og spennandi deild. Það er mikið af ólíkum leikstílum sem gaman er að fylgjast með og ólíkir þjálfarar. Þetta er bara veisla," sagði Arnar.

„Gamla liðið mitt er að gera frábæra hluti. Þetta er búið að vera langt og strangt tímabil hjá þeim í fyrra og mikið um meiðsli, en þeir eru að gera stórkostlega hluti miðað við allt."

„Þegar geðveikin byrjar í sumar fyrir Evrópuliðin er smá tækifæri fyrir tvö til þrjú lið að spilla partýinu og gera eitthvað sem Leicester gerði á sínum tíma. Klárlega eru Víkingur og Breiðablik með sterkustu liðin en þetta er erfitt þegar vitleysan byrjar í júlí," sagði Arnar að lokum en hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna í Bestu deildinni eins og hún er núna.
Athugasemdir
banner