Unglingalandsliðsmaðurinn Tómas Óli Kristjánsson var í gær í fyrsta sinn í hóp hjá aðalliði AGF en hann sat á bekknum þegar liðið tapaði 2-0 gegn Nordsjælland í meistaraumspilinu í dönsku úrvalsdeildinni.
Tómas Óli er sóknarmaður sem AGF keypti frá uppeldifélaginu Stjörnunni fyrir rúmu ári síðan. Hann skrifaði þá undir þriggja ára samning við félagið.
Tómas Óli er sóknarmaður sem AGF keypti frá uppeldifélaginu Stjörnunni fyrir rúmu ári síðan. Hann skrifaði þá undir þriggja ára samning við félagið.
Hann er 17 ára og var hluti af U17 landsliðinu í liðinni undankeppni fyrir EM og er núna stiginn upp úr þeim aldursflokki.
Hann á að baki 18 landsleiki fyrir yngri landsliðin og hefur í þeim skorað átta mörk.
Landsliðsmaðurinn Mikael Anderson var í byrjunarliði AGF í gær og lék allan leikinn. AGF er í 6. sæti deildarinnar, liðið var í toppbaráttunni fyrir ekki svo löngu, en liðið hefur einungis fengið eitt stig úr síðustu átta leikjum.
Athugasemdir