Liverpool berst við spænsku risana um Wharton - Nkunku orðaður við Liverpool - Rodrygo í enska boltann?
   lau 17. maí 2025 14:33
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarliðin í úrslitaleiknum: De Bruyne byrjar
Kevin De Bruyne getur kvatt City með bikar.
Kevin De Bruyne getur kvatt City með bikar.
Mynd: EPA
Adam Wharton.
Adam Wharton.
Mynd: Crystal Palace
Crystal Palace og Manchester City mætast í úrslitaleik FA-bikarsins á Wembley. Palace vonast til að vinna sinn fyrsta stóra bikar í sögunni en City reynir að vinna sinn annan bikarmeistaratitil á þremur árum.

Leikurinn hefst klukkan 15:30 og mun Stuart Attwell dæma leikinn.

Oliver Glasner, stjóri Crystal Palace, gerir tvær breytingar frá sigrinum gegn Tottenham. Adam Wharton kemur aftur inn í liðið í stað Will Hughes. Daichi Kamada byrjar á kostnað Jefferson Lerma.

Pep Guardiola er með sókndjarft lið og engan eiginlegan varnartengiliði í liðinu. Stefan Ortega markvörður spilar sinn þriðja bikarúrslitaleik í röð og Nico O'Reilly, Jeremy Doku, Savinho og Omar Marmoush eru allir í byrjunarliðinu.

Ederson og Phil Foden fara á bekkinn en Rico Lewis, Mateo Kovacic og James McAtee eru ekki í hópnum.

Byrjunarlið Crystal Palace: Henderson, Munoz, Richards, Lacroix, Guehi, Mitchell, Kamada, Wharton, Sarr, Eze, Mateta.

Byrjunarlið Man City: Ortega, Akanji, Gvardiol, Dias, O'Reilly, Silva, De Bruyne, Savinho, Doku, Marmoush, Haaland.



Athugasemdir