Fimm stuðningsmenn Real Valladolid hafa verið dæmdir í eins árs fangelsi fyrir kynþáttafordóma í garð Vinicius Junior, leikmann Real Madrid.
Atvikið átti sér stað í desember árið 2022. Stuðningsmennirnir framkölluðu apahljóð í átt að honum þegar honum var skipt af velli og kölluðu hann öllum illum nöfnum.
Atvikið átti sér stað í desember árið 2022. Stuðningsmennirnir framkölluðu apahljóð í átt að honum þegar honum var skipt af velli og kölluðu hann öllum illum nöfnum.
Vinicius hefur orðið fyrir miklum fordómum sem hefur eðlilega haft slæm áhrif á hann.
Hann vonar að þessi dómur muni vekja aðra til umhugsunar.
Athugasemdir