Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe - Newcastle vill Gittens
   fös 16. maí 2025 09:00
Elvar Geir Magnússon
Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe
Powerade
Sir Jim Ratcliffe, meðeigandi Manchester United.
Sir Jim Ratcliffe, meðeigandi Manchester United.
Mynd: EPA
Gittens er orðaður við Newcastle.
Gittens er orðaður við Newcastle.
Mynd: EPA
Meðal leikja um helgina í enska boltanum er sjálfur bikarúrslitaleikurinn, þar sem Manchester City leikur gegn Crystal Palace á Wembley. Slúðurpakkinn er hinsvegar kominn úr prentun. Njótið helgarinnar!

Marcus Rashford (27) telur að Manchester United sé tilbúið að selja sig fyrir 40 milljónir punda í sumar. Sá verðmiði gildi fyrir öll félög, ekki bara Aston Villa þar sem hann hefur spilað á láni. (BBC)

Sir Jim Ratcliffe meðeigandi Manchester United hefur á síðasta árinu tapað meira en fjórðungi af auðæfum sínum. Hann hefur fallið úr fjórða sæti niður í það sjöunda yfir ríkustu menn Bretlandseyja. Þetta eru vondar fréttir fyrir Rúben Amorim fyrir komandi sumarglugga. (Mirror)

Newcastle hefur verið að skoða enska vængmanninn Jamie Gittens (20) hjá Borussia Dortmund og gæti einnig reynt að fá liðsfélaga hans, svissneska markvörðinn Gregor Kobel (27), í sumar. (Mail)

Liverpool býst við að Florian Wirtz verði áfram hjá Bayer Leverkusen (22) eða gangi til liðs við Bayern München en mun reyna að krækja í þýska sóknarmiðjumanninn ef hann vill yfirgefa þýsku deildina. (Times)

Sóknarmaðurinn reynslumikli Jamie Vardy (38) mun yfirgefa Leicester City í sumar en hann hefur engar áætlanir um að hætta og telur að hann geti enn spilað í ensku úrvalsdeildinni. (Sky Sports)

Nýjar viðræður milli Bayern München og franska varnarmannsins Dayot Upamecano (26) um nýjan samning til ársins 2030 eru komnar í gang. (Sky Þýskaland)

Lazio mun greiða Arsenal 9 milljónir evra (7,57 milljónir punda) fyrir að fá portúgalska vinstri bakvörðinn Nuno Tavares (25) á lánssamningi með kaupskyldu. (Fabrizio Romano)

Óvissa er með framtíð danska sóknarmannsins Rasmus Höjlund (22) hjá Manchester United. Stjórinn Rúben Amorim þarf að selja leikmenn áður en hann getur keypt. (Telegraph)

Bournemouth hefur sett 45 milljóna punda verðmiða á ungverska vinstri bakvörðinn Milos Kerkez (21) en Liverpool vill fá hann í sínar raðir. (iSport)

Leit Arsenal að framherja beinist að Benjamin Sesko (21) hjá RB Leipzig eða Viktor Gyökeres (26) hjá Sporting Lissabon. (Independent)
Athugasemdir
banner
banner