
Vestri lagði Breiðablik af velli í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld. Leikar enduðu 1-2 og er því ljóst að Vestri verður í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit í Laugardalnum á morgun. Davíð Smári, þjálfari Vestra mætti ánægður í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Breiðablik 1 - 2 Vestri
„Alvöru karakter í liðinu, við lögðum allt í þetta. Við vorum kraftmiklir, aggressívir, hugrakkir, hlupum meira en þeir. Við lögðum allt í leikinn, yfirleitt er það þannig í fótbolta að ef þú gerir það þá uppskerirðu eins og við gerðum í dag.“
„Þetta er fótboltaleikur, það eru tilfinningar. Maður lifir sig inn í leikinn. Svo lengi sem að við verjumst eins og við höfum verið að gera undanfarið, þá uppskerum við."
Eftir annað mark Vestra tók liðið áhugavert fagn. Líkt og það hafi verið í árabát að róa. Spurning hvort það sé skírskotun í Eurovision lag Íslands. Davíð hafði þó fátt um svör um fagnið.
„Nei ég sá ekki fagnið. Við erum bara lið, fyrir það stöndum við. Við ætlum að standa fyrir eitthvað við ætlum að vera með eitthvað identity. Það er bara Vestra liðið. Meðan við höfum það getum gert allt sem við viljum."
Athugasemdir