Pálmi Rafn Pálmason, framkvæmdastjóri KR, birti færslu á Facebook-reikningi félagsins vegna frétta gærdagsins. Í færslunni segist hann hafa fengið símtal frá formanni borgarráðs sem fullyrti að Reykjavíkurborg væri ekki að fara bakka neitt með verkefni KR en í Vesturbænum á að rísa nýtt fjölnotaíþróttahús.
Fjallað var um breytingartillögur borgarstjóra RÚV í gær en þær varða framkvæmdir í Reykjavík. Þar kom fram að auka ætti framlög til selalaugar um 60 milljónir króna. Á móti kom að lækka ætti framlög vegna fjölnotaíþróttahúss KR um 100 milljónir ef breytingartillögur borgarstjóra yrðu samþykktar. Pálmi tjáði sig um tillöguna við RÚV.
„Ég bara eiginlega á smá bágt með að trúa þessu og svolítið sjokk að heyra þetta. Við erum búin að bíða svolítið lengi eftir þessu og bara búa við mjög slæmar aðstæður fyrir okkar iðkendur sem eru tæplega tvö þúsund. Ég vonast nú til þess að þetta verði ekki gert og að það verði haldið áfram að byggja hérna upp hjá okkur þannig að við séum með sómasamlega aðstöðu fyrir okkar krakka eins og aðra krakka í borginni," sagði Pálmi Rafn.
Fjallað var um breytingartillögur borgarstjóra RÚV í gær en þær varða framkvæmdir í Reykjavík. Þar kom fram að auka ætti framlög til selalaugar um 60 milljónir króna. Á móti kom að lækka ætti framlög vegna fjölnotaíþróttahúss KR um 100 milljónir ef breytingartillögur borgarstjóra yrðu samþykktar. Pálmi tjáði sig um tillöguna við RÚV.
„Ég bara eiginlega á smá bágt með að trúa þessu og svolítið sjokk að heyra þetta. Við erum búin að bíða svolítið lengi eftir þessu og bara búa við mjög slæmar aðstæður fyrir okkar iðkendur sem eru tæplega tvö þúsund. Ég vonast nú til þess að þetta verði ekki gert og að það verði haldið áfram að byggja hérna upp hjá okkur þannig að við séum með sómasamlega aðstöðu fyrir okkar krakka eins og aðra krakka í borginni," sagði Pálmi Rafn.
Í færslunni í dag skrifar Pálmi að hann fagni því að sjáfsögðu að selirnir fái bætta aðstöðu samhliða KR-ingum og að þeim verði klárlega boðið sem heiðursgestum á fyrsta heimaleikinn á nýjum velli í Vesturbænum, en þar er verið að leggja gervigras á Meistaravelli. Óvíst er hvenær sá leikur verður, en KR hefur verið að spila heimaleiki sína á AVIS vellinum í byrjun tímabilsins.
Færsla Pálma Rafns
Kæru KR-ingar.
Ég má til með að setja inn nokkrar línur vegna frétta gærdagsins.
Ég fékk símtal frá formanni borgarráðs sem fullyrti við mig að borgin er ekki að fara að bakka neitt með verkefnið okkar og við höfum fullan stuðning frá þeim við gerð fjölnota íþrótthúss. Þetta eru einungis tilfærslur vegna tafa á verkinu, t.d. vegna tafa við útboð.
Við höfum beðið mjög lengi eftir því að aðstaðan okkar verði bætt og við erum loksins að sjá breytingar á því, bæði á aðalvellinum okkar og fljótlega við byggingu fjölnota íþróttahússins, og hefur stuðningur frá borginni verið okkur mjög mikilvægur.
Við höldum áfram að berjast fyrir því að allir okkar iðkendur fái eins góða aðstöðu og mögulegt er, bæði innan- sem utandyra.
Að lokum fagna ég að sjálfsögðu að selirnir fái bætta aðstöðu samhliða okkur KR-ingum og munum við klárlega bjóða þeim sem heiðursgestum á okkar fyrsta heimaleik á nýjum velli.
Ps. Hvet allar konur í Vesturbænum að kíkja á Kvennakvöld KR í kvöld kl 18:30.
Það er bjart yfir Meistaravöllum!
Áfram KR !!!
Pálmi Rafn Pálmason
Framkvæmdastjóri KR
Athugasemdir