Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe - Newcastle vill Gittens
   fös 16. maí 2025 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stór stund fyrir hann og hans fjölskyldu
Icelandair
Hákon Arnar Haraldsson.
Hákon Arnar Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Arnar Haraldsson verður með fyrirliðabandið í næsta glugga hjá landsliðinu.

Hákon er varafyrirliði og Orri Steinn Óskarsson verður ekki með vegna meiðsla.

Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari, segir að þetta sé frábært tækifæri fyrir Hákon.

„Hann á bara að vera hann sjálfur, ekki apa eftir öðrum fyrirliðum. Hann er leiðtogi í eðli sínu þó hann sé ekki þessi öskurstýpa inn á vellinum. Ekki láta fyrirliðabandið hafa áhrif á þína frammistöðu," sagði Arnar á fréttamannafundi í dag.

„Þetta er gott tækifæri fyrir hann og væntanlega stór stund fyrir hann og hans fjölskyldu."
Athugasemdir
banner
banner