
Agla María Albertsdóttir er komin aftur í landsliðið eftir eins og hálfs árs fjarveru. Þorsteinn Halldórsson valdi hana í hópinn áður en EM-hópurinn verður valinn.
Hún gaf ekki kost á sér í landsliðið í byrjun síðasta árs og Steini valdi hana ekki í maí í fyrra.
Hún gaf ekki kost á sér í landsliðið í byrjun síðasta árs og Steini valdi hana ekki í maí í fyrra.
Agla fagnaðii valinu með því að skora og leggja upp í 4-0 sigri á Val í kvöld. Fótbolti.net ræddi við hana og spurði út í landsliðið.
„Við áttum gott spjall, við höfum alltaf verið í góðu sambandi ég og Steini. Ég hef aldrei gefið út um að ég væri ekki í landsliðinu eða neitt svoleiðis. Ég er mjög ánægð með að vera mætt aftur," sagði Agla María.
Hvað fékk þig til að vera tilbúin í þennan slag aftur?
„Það eru ýmsir þættir sem koma inn í það. Ég er klár sama í hvaða hlutverk það er hjá landsliðinu. Ég er klár í að gefa hundrað prósent í það, það er allt sem skiptir máli," sagði Agla María.
Agla María vonast til að vinna sér sæti í EM-hópnum.
„Ég mæti í þetta verkefni til að 'mastera' það svo kemur framhaldið í ljós."
Ísland mætir Noregi og Frakklandi 30. maí og 3. júní í Þjóðadeildinni.
Athugasemdir