Liverpool berst við spænsku risana um Wharton - Nkunku orðaður við Liverpool - Rodrygo í enska boltann?
Sandra María: Þetta var gott spark í rassinn
Óskar Smári: Gæðaleysi fram á við þegar leið á leikinn
Jóhann Kristinn: Var mögulega aðeins of pirraður
Bjarni Jó: Eigum að kála þessum leik
Donni: Vonandi það sem koma skal
John Andrews: Viljum spila öðruvísi og kannski er það að skaða okkur
FHL gleymdi búningunum fyrir austan - „Voru ekki lengi að finna búningasett fyrir okkur"
Úlfa Dís hetjan í Garðabæ: Sá einn á einn og hún stóð svolítið flatt
Pétur Rögnvalds: 5-4 er skemmtilegra en 1-0
Ívar Ingimars: Fólk á að borga extra fyrir þessa skemmtun
Davíð Smári: Ákvörðunin erfiðari eftir frammistöðuna gegn Blikum
Gunnar Heiðar: Héldum ekki áfram að gera það sem við erum góðir í
Jóhann Birnir: Meira svekktur með að það kom óðagot á okkur
Hemma Hreiðars bragur að myndast hjá HK - „Vilja æfa eins og skepnur"
Óli Íshólm: Eitthvað til að byggja ofan á en súrt var það
Þriðji markvörður Fjölnis í þremur leikjum - „Ekki algengt að tveir markmenn af þrem meiðist"
Árni Guðna: Þurfum að snúa þessum jafnteflum upp í sigra
De Jong spark fékk bara gult spjald „Hann fer bara með takkana í magann á honum"
Matti: Fyrri hálfleikurinn fer í algjört andleysi
Agla María: Ansi góð vika og við förum sáttar inn í helgina
   lau 17. maí 2025 17:40
Atli Arason
Ívar Ingimars: Fólk á að borga extra fyrir þessa skemmtun
Kvenaboltinn
Ívar Ingimarsson, annar af þjálfurum KR.
Ívar Ingimarsson, annar af þjálfurum KR.
Mynd: Mummi Lú

Ívar Ingimarsson, annar af þjálfurum KR, gat leyft sér að gleðjast eftir rússíbana reið á gervigrasinu í Vesturbænum í dag. KR sigraði HK 5-4, eftir að hafa komið til baka í tvígang


Geggjað að vinna leikinn og þvílíkur rússíbani líka. Ég er rosa ánægður með þetta líka því við erum nýjar í deildinni og þá er rosa styrkur að geta klárað svona leik. Fyrir gamlan mann á hliðarlínunni þá var þetta þó full mikið upp og niður á köflum en rosa sterkt að klára þetta,“ sagði Ívar með bros á vör í viðtali við Fotbolti.net eftir leik.

KR-ingar fóru með sigrinum eitt á topp deildarinnar með sjö stig. Ívar vill að sýnir leikmenn fái að njóta sín í kvöld áður en fókusinn fer á ÍBV, sem er næsti leikur liðsins.

Ég myndi segja það klárlega standa upp úr þessi níu mörk sem voru skoruð í dag, fólk á að borga extra fyrir þessa skemmtun. Þetta var hörku leikur alla leið og HK er hörku gott lið og við vorum búin að undirbúa okkur vel fyrir þær en samt skora þær fjögur mörk á okkur en við skoruðum fimm og það er það sem stendur upp úr. Ég sagði við stelpurnar að næst er það bara Eurovision og þær mega njóta vel,“ sagði Ívar Ingimarsson, annar að þjálfurum KR, en viðtalið við hann í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir