Real Madrid vill Konate - Arsenal ætlar að fá sóknarmann - Höjlund á óskalista Inter
Elmar Kári: Búinn að bíða eftir þessu
Maggi: Sýnir trúna sem við erum með
Vuk: Er kannski nær markinu og með meira sjálfstraust
Jón Þór: Stóru vandamálin liggja ekki þar
Rúnar: Hefur fengið að blómstra í þessu hlutverki
Heimir: Þá fer þetta að verða eins og umræðan var árið 2022
Elmar Atli: Maður var búinn að bíða eftir þessu
Auður: Gaman að ná að vinna Þrótt sem voru taplausar í deildinni
Haddi: Gjörsamlega óþolandi hvað sumir mega öskra inn á völlinn
Óli Kristjáns: Ábyrgðin á mér og stelpunum
„Við komumst út úr þessu það er klárt mál"
Davíð Smári: Skjaldarmerki þess sem Vestri stendur fyrir
Óskar Smári: Ótrúlega stoltur af liðinu mínu í dag
Murielle Tiernan: Eina sem þú þarft að gera er að setja hann inn
Gummi Kri: Er það ekki svoleiðis sem við viljum hafa þetta?
Tufa um rauða spjaldið: Okk­ur á bekkn­um fannst hann hlaupa á Bjarna og henda sér niður
Jökull: Hefði viljað sjá okkur vera meira 'ruthless' í byrjun leiks
Alli Jói: Er svekktur með sjálfan mig
Haraldur: Kemur auka orka þegar við missum mann af velli
Gunnar Heiðar: Eins og við þyrftum að fá mark í andlitið til þess að allir kveiki á sér
   lau 17. maí 2025 17:40
Atli Arason
Ívar Ingimars: Fólk á að borga extra fyrir þessa skemmtun
Kvenaboltinn
Ívar Ingimarsson, annar af þjálfurum KR.
Ívar Ingimarsson, annar af þjálfurum KR.
Mynd: Mummi Lú

Ívar Ingimarsson, annar af þjálfurum KR, gat leyft sér að gleðjast eftir rússíbana reið á gervigrasinu í Vesturbænum í dag. KR sigraði HK 5-4, eftir að hafa komið til baka í tvígang


Geggjað að vinna leikinn og þvílíkur rússíbani líka. Ég er rosa ánægður með þetta líka því við erum nýjar í deildinni og þá er rosa styrkur að geta klárað svona leik. Fyrir gamlan mann á hliðarlínunni þá var þetta þó full mikið upp og niður á köflum en rosa sterkt að klára þetta,“ sagði Ívar með bros á vör í viðtali við Fotbolti.net eftir leik.

KR-ingar fóru með sigrinum eitt á topp deildarinnar með sjö stig. Ívar vill að sýnir leikmenn fái að njóta sín í kvöld áður en fókusinn fer á ÍBV, sem er næsti leikur liðsins.

Ég myndi segja það klárlega standa upp úr þessi níu mörk sem voru skoruð í dag, fólk á að borga extra fyrir þessa skemmtun. Þetta var hörku leikur alla leið og HK er hörku gott lið og við vorum búin að undirbúa okkur vel fyrir þær en samt skora þær fjögur mörk á okkur en við skoruðum fimm og það er það sem stendur upp úr. Ég sagði við stelpurnar að næst er það bara Eurovision og þær mega njóta vel,“ sagði Ívar Ingimarsson, annar að þjálfurum KR, en viðtalið við hann í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner