
„Ég myndi segja að þetta væri gallsúrt," sagði Ólafur Íshólm Ólafsson eftir tap Leiknis gegn HK í Lengjudeildinni í kvöld.
„Mér fannst við leggja mikla vinnu í þennan leik. Miklar framfarir frá fyrstu tveimur. Eitthvað til að byggja ofan á en súrt var það."
„Mér fannst við leggja mikla vinnu í þennan leik. Miklar framfarir frá fyrstu tveimur. Eitthvað til að byggja ofan á en súrt var það."
Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 - 1 HK
Leiknismenn eru aðeins með eitt stgi eftir þrjár umferðir. Liðið fékk dauðafæri til að komast yfir rétt áður en HK skoraði sigurmarkið.
„Ég var kominn hálfa leiðina í fagnið, ég hélt að þetta myndi enda inni. HK-ingarnir gerðu vel, fljótir til baka og náðu að bjarga þessu á línu."
„Það er ekkert rosalega flókið, við þurfum að skora fleiri mörk. Það hefur gengið bölvanlega að skora og það mátti kannski sjá smá bót af því í dag. Vorum að komast í miklu betri stöður en við höfum verið að komast í. Við þurfum bara að halda áfram og sjálfstraustið kemur."
Athugasemdir