Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe - Newcastle vill Gittens
   fös 16. maí 2025 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þeir eru klárlega í þesum hópi sem ég nefndi áðan"
Icelandair
Stefán Ingi Sigurðarson.
Stefán Ingi Sigurðarson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Daníel Tristan hefur verið að koma sterkur inn með Malmö.
Daníel Tristan hefur verið að koma sterkur inn með Malmö.
Mynd: Malmö FF
Orri Steinn Óskarsson, landsliðsfyrirliði, er ekki með í komandi leikjum vegna meiðsla.

Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari, valdi í dag hópinn fyrir æfingaleiki gegn Norður-Írlandi og Skotlandi. Var hann spurður að því á fréttamannafundi hvort að Daníel Tristan Guðjohnsen og Stefán Ingi Sigurðarson, sem hafa verið að gera góða hluti í Skandinavíu, hefðu verið nálægt hópnum.

„Þeir eru klárlega í þesum hópi sem ég nefndi áðan. Við erum líka með Benóný Breka í Stockport. Það er mjög erfitt að velja þennan hóp," sagði Arnar en hann talaði um það í byrjun fundarins að hann og teymið hans væru að fylgjast með 40 til 50 leikmönnum.

„Við erum með marga mjög góða leikmenn. Hópurinn núna er mjög sterkur. Menn eru á mismunandi stað en planið er að hafa 90-95 prósent af þeim hóp sem verður valinn til að leiða vagninn í næstu undankeppni. Það mun einn og einn leikmaður detta inn á komandi mánuðum sem eru heitir, en núna á að vera komin smá beinagrind að því hvernig hópurinn lítur að mestu leyti út í haust."

Albert mæti sterkur til leiks
Albert Guðmundsson, sóknarmaður Fiorentina á Ítalíu, er í hópnum en hann hefur verið að glíma við smávægileg meiðsli.

„Ég veit ekki betur en að þetta hafi bara verið smávægileg meiðsli. Sama með Arnór (Sigurðsson), það er gott að fá hann aftur inn í hópinn. Alltof löng fjarvera hjá honum."

„Það er fínt fyrir Albert að fá smá hvíld en svekkjandi fyrir hann að komast ekki í úrslitaleik (Sambandsdeildarinnar) sem hefði verið stórt fyrir okkur sem þjóð. Ég held að hann mæti sterkur til leiks í þessum glugga," sagði Arnar.
Athugasemdir
banner