
Fjórir leikmenn sem voru í síðasta landsliðshópi voru ekki í leikmannahópnum sem landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson opinberaði í dag. „Það er bara 'tough' að velja þennan hóp," sagði Arnar á fréttamannafundinum.
Þeir Orri Steinn Óskarsson og Júlíus Magnússon glíma við meiðsli, Lúkas Petersson verður í U21 landsliðinu en Valgeir Lunddal Friðriksson var einfaldlega ekki valinn.
Frá síðasta hópi komu inn tveir varnarmenn, þeir Hörður Björgvin Magnússon og Daníel Leó Grétarsson, en Valgeir datt úr hópnum. Arnar Gunnlaugsson ræddi þá ákvörðun sína í viðtali við Fótbolta.net í dag.
Þeir Orri Steinn Óskarsson og Júlíus Magnússon glíma við meiðsli, Lúkas Petersson verður í U21 landsliðinu en Valgeir Lunddal Friðriksson var einfaldlega ekki valinn.
Frá síðasta hópi komu inn tveir varnarmenn, þeir Hörður Björgvin Magnússon og Daníel Leó Grétarsson, en Valgeir datt úr hópnum. Arnar Gunnlaugsson ræddi þá ákvörðun sína í viðtali við Fótbolta.net í dag.
„Ég held að staðan á Valgeiri sé bara fín, hann er reyndar ekki búinn að vera mikið í liðinu (hjá Düsseldorf) undanfarið. Hann var ekki valinn í þetta skiptið, það var erfitt að skilja hann eftir út undan, flottur leikmaður og flottur strákur, en við völdum aðra leikmenn í staðinn núna," sagði Arnar.
Valgeir er 23 ára bakvörður sem er á sínu fyrsta tímabili með Fortuna Düsseldorf í þýsku B-deildinni. Hann á að baki 16 landsleiki, sá sextándi var seinni leikurinn gegn Kósovó þar sem hann var í byrjunarliðinu en þurfti að fara af velli vegna meiðsla á 22. mínútu þegar staðan var 1-0 fyrir Íslandi.
Framundan eru vináttuleikir gegn Skotum og Norður-Írum sem verða spilaðir ytra fyrri partinn í júní.
Athugasemdir